Hefðu átt að velja annan varaflugvöll áður en lagt var í „martraðarflugið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. mars 2021 20:19 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir aðflug vélarinnar yfir flugvöllinn í Manchester. Fjallað hefur verið um málið í breskum fjölmiðlum og aðstæðum lýst. Skjáskot Illa var staðið að vali á varaflugvelli miðað við veðurskilyrði þegar flugvél Icelandair var flogið til Manchester 23. febrúar 2017. Þá var óveðursboðum ekki gerð nægilega góð skil í flugáætlun umræddan morgun. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. Flugi TF-FIP hefur verið lýst sem sannkölluðu „martraðarflugi“ í fjölmiðlum. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. Flugi hafði víða verið frestað í Bretlandi þennan dag vega stormsins Dorisar og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Engu betri aðstæður í Liverpool Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar. Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Hefðu átt að sækjast eftir uppfærslum Greint var frá því árið 2018 að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefði tekið flugið til rannsóknar. Skýrslan, sem er rúmar fimmtíu blaðsíður og rituð á ensku, var samþykkt 15. mars síðastliðinn og birt á vef nefndarinnar í dag. Fram kemur í skýrslunni að Veðurstofa Bretlands hafi gefið út veðurviðvaranir strax tveimur dögum fyrir flugið. Í kjölfarið hafi verið gefin út svokölluð SIGMET-skeyti, eða óveðursboð. Slík skeyti eru höfð með í flugáætlun þegar við á og slíkt var viðhaft áður en vélin tókst á loft umræddan febrúarmorgun. Þrenn óveðursboð voru í flugáætluninni, sem rannsóknarnefndin segir að hafi verið tilefni til ítarlegrar skoðunar með tilliti til eldsneytisstöðu og vals á varaflugvelli til lendingar. Þá hefði áhöfnin eða flugrekstraraðili með réttu átt að sækjast eftir uppfærslu á óveðursboðum meðan á fluginu stóð. Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugstjórinn hafi hins vegar verið meðvitaðir um óveðursboðin þrjú í gögnum flugsins. Notfærði sér ekki vald sitt Þá telur nefndin að í ljósi veðurskilyrða hafi það verið óráðlegt af flugumsjónarmanni að velja flugvöllinn í Liverpool sem varalendingarstað. Liverpool-völlurinn hafi verið innan þess svæðis sem óveðursboðin náðu til og hann hefði því átt að velja annan flugvöll þar sem veðurskilyrði voru betri. Þá bendir nefndin á að flugstjórinn hafi vald til að breyta varalendingarstaðnum en hafi ekki notfært sér það í umrætt skipti. Nefndin leggur til að SIGMET-óveðursboðum verði framvegis gert hærra undir höfði í flugáætlunum, auk þess sem óveðursboðin skuli sett fram á myndrænan hátt. Þannig geti áhöfn betur séð fyrir sér svæðið sem er undir. UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þá báru farþegar flugferðinni heldur illa söguna. „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins. Samgönguslys Icelandair Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Flugi TF-FIP hefur verið lýst sem sannkölluðu „martraðarflugi“ í fjölmiðlum. Þotan lenti í miklum vandræðum vegna veðurs þegar hún átti að lenda í Manchester. Flugi hafði víða verið frestað í Bretlandi þennan dag vega stormsins Dorisar og náðu vindhviður allt að 44 metrum á sekúndu. Vegna slæmra lendingaskilyrða sökum vinds varð flugvélin að hætta við lendingu á Manchesterflugvelli. Engu betri aðstæður í Liverpool Því var tekin ákvörðun um að fljúga til varaflugvallar flugsins, flugvallarins í Liverpool. Í Liverpool reyndust lendingaraðstæður engu betri en í Manchester og ekki tókst að lenda flugvélinni þar sökum mikils vinds. Var tekin ákvörðun um að snúa aftur til Manchester-flugvallar. Þegar flugmenn þotunnar nálguðust Manchesterflugvöll sáu þeir að eldsneytisstaða flugvélarinnar var orðin lág. Lýsti flugstjóri TF-FIP því yfir neyðarástandi og óskaði eftir forgangi inn til lendingar á Manchesterflugvelli. Forgangurinn var veittur og tókst flugmönnum TF-FIP að lenda flugvélinni á Manchesterflugvelli við erfiðar lendingaraðstæður sökum vinds. Hefðu átt að sækjast eftir uppfærslum Greint var frá því árið 2018 að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefði tekið flugið til rannsóknar. Skýrslan, sem er rúmar fimmtíu blaðsíður og rituð á ensku, var samþykkt 15. mars síðastliðinn og birt á vef nefndarinnar í dag. Fram kemur í skýrslunni að Veðurstofa Bretlands hafi gefið út veðurviðvaranir strax tveimur dögum fyrir flugið. Í kjölfarið hafi verið gefin út svokölluð SIGMET-skeyti, eða óveðursboð. Slík skeyti eru höfð með í flugáætlun þegar við á og slíkt var viðhaft áður en vélin tókst á loft umræddan febrúarmorgun. Þrenn óveðursboð voru í flugáætluninni, sem rannsóknarnefndin segir að hafi verið tilefni til ítarlegrar skoðunar með tilliti til eldsneytisstöðu og vals á varaflugvelli til lendingar. Þá hefði áhöfnin eða flugrekstraraðili með réttu átt að sækjast eftir uppfærslu á óveðursboðum meðan á fluginu stóð. Hvorki flugstjórinn né aðstoðarflugstjórinn hafi hins vegar verið meðvitaðir um óveðursboðin þrjú í gögnum flugsins. Notfærði sér ekki vald sitt Þá telur nefndin að í ljósi veðurskilyrða hafi það verið óráðlegt af flugumsjónarmanni að velja flugvöllinn í Liverpool sem varalendingarstað. Liverpool-völlurinn hafi verið innan þess svæðis sem óveðursboðin náðu til og hann hefði því átt að velja annan flugvöll þar sem veðurskilyrði voru betri. Þá bendir nefndin á að flugstjórinn hafi vald til að breyta varalendingarstaðnum en hafi ekki notfært sér það í umrætt skipti. Nefndin leggur til að SIGMET-óveðursboðum verði framvegis gert hærra undir höfði í flugáætlunum, auk þess sem óveðursboðin skuli sett fram á myndrænan hátt. Þannig geti áhöfn betur séð fyrir sér svæðið sem er undir. UPDATE EMERGENCY Icelandair #FI440 just landed on second attempt at Manchester. Watch live on https://t.co/pvXE9CRKq6 pic.twitter.com/4CGeQALWk8— AIRLIVE (@airlivenet) February 23, 2017 Tilraunir flugmannanna til þess að lenda náðust á myndband og vakti það töluverða athygli í breskum fjölmiðlum. Þá báru farþegar flugferðinni heldur illa söguna. „Það voru sumir sem þurftu að fara út úr vélinni í hjólastól því þeir gátu ekki gengið. Einhverjum farþegum var boðið upp á áfallahjálp. Það var einn sem sat nálægt mér sem var búinn að æla yfir sig allan og ein kona stutt frá mér sem var búin að missa meðvitund,“ sagði Guðrún Gísladóttir í samtali við Fréttablaðið vegna málsins.
Samgönguslys Icelandair Fréttir af flugi Bretland Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira