Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:31 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfaði Snorra Stein Guðjónsson, sem í dag er þjálfari karlaliðs Vals, þegar Snorri var ungur að árum. Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira
Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Sjá meira