Stjórnendur vissu að bílstjórar væru að pissa í flöskur og kúka í poka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2021 11:35 epa Það vakti mikla athygli, og hafði raunar þveröfug áhrif, þegar Amazon tísti á dögunum að það væri ekki satt að bílstjórar fyrirtækisins neyddust til þess að pissa í flöskur. Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021 Bandaríkin Amazon Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira
Tístið var það fyrsta sem margir heyrðu af málinu en nú er komið í ljós að það er ekki bara rétt að hlandfullar flöskur sé að finna í sendibifreiðum Amazon, heldur vissu stjórnendur fyrirtækisins af því. Þeir vissu einnig að saur hefði fundist í pokum. Í tölvupósti sem lekið var til Intercept virðist stjórnandi vera að skamma undirmenn í kjölfar þess að kúkur fannst í Amazon-poka í sendibifreið. „Þetta er í þriðja sinn á síðustu tveimur mánuðum þar sem pokum með kúk hefur verið skilað á stöðina. Við höfum skilning á því að ökumenn kunna að lenda í neyðartilvikum á ferðinni, og sérstaklega í Covid, að þeir eigi erfitt með að finna salerni þegar þeir eru að keyra út. Þrátt fyrir það geta ökumenn ekki, MEGA EKKI, skila pokum með kúk á stöðina,“ sagði í póstinum frá því í maí 2020. Þá segir einnig að það hafi aukist að alls kyns ógeðfellt rusl hafi fundist í pokum í bílunum, svo sem notaðar grímur og hanskar, og þvag í flöskum. Starfsmenn hafa ekki tíma til að pissa á meðan eigendurnir auðgast Þrátt fyrir staðhæfingar stjórnenda Amazon um að fyrirtækið sé góður vinnustaður sem sjái vel um starfsfólk sitt hafa fréttir löngum bent til annars. Starfsmenn eru oft ráðnir til afar skamms tíma, eiga afar takmörkuð réttindi og þá hefur ítrekað verið greint frá ómanneskjulegu álagi. Í Alabama berjast starfsmenn nú fyrir því að stofna eigið stéttarfélag. The Guardian hefur rætt við bílstjóra sem segjast neyðast til að pissa í vatnsflöskur á hverjum degi, bara til að ná settum útkeyrsluviðmiðum. Ástandið ku hafa versnað eftir að heimsfaraldur SARS-CoV-2 skall á en á einum ársfjórðungi árið 2020 jókst sala Amazon um 37 prósent. Á sama tíma og starfsmenn veigra sér við því að taka klósettpásur vegna álags, hefur auður stofnanda Amazon aukist um 70 milljarða Bandaríkjadala. Suppose we all believe it now https://t.co/iRh8XuIThq— Alex Kantrowitz (@Kantrowitz) March 25, 2021
Bandaríkin Amazon Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Fleiri fréttir Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Sjá meira