Tvo leiki vantar í Olís-deild karla en mótin telja í körfuboltanum Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 26. mars 2021 14:00 Fram og KA hafa leikið einum leik færra en hin tíu liðin í Olís-deild karla. Því telst mótið ekki enn gilt. vísir/elín Fram og KA þurfa að leika einum leik meira í Olís-deild karla í handbolta til að keppni á þessari leiktíð telji. Deildarmeistarar verða krýndir í Dominos-deildunum og Olís-deild kvenna jafnvel þó að ekki verði meira spilað á leiktíðinni. Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Vegna kórónuveirufaraldursins gáfu bæði KKÍ og HSÍ út sérstaka reglugerð um hvað skuli gera ef ekki tekst að ljúka mótum vegna utanaðkomandi aðstæðna. Þær eru um margt svipaðar enda unnar í sameiningu. Hlé er á keppni í íþróttum næstu þrjár vikur hið minnsta, vegna faraldursins. Í báðum reglugerðum kemur fram að klára þurfi að lágmarki tvo þriðju leikja í deildarkeppni til að Íslandsmótið teljist gilt. Hjá KKÍ þarf tveimur þriðju heildarleikja í deildarkeppninni að vera lokið til að mótið teljist gilt. Hjá HSÍ þurfa öll lið í efstu og næstefstu deild að vera búin að leika að lágmarki tvo þriðju leikja. Aðeins í Olís-deild karla hafa ekki verið spilaðir nógu margir leikir til að mótið telji. Flest liðanna hafa reyndar spilað nógu marga leiki, eða fimmtán af 22, en Fram og KA hafa aðeins leikið 14, sem er innan við 2/3 af heildarfjölda deildarleikja sem þau ættu að spila. Ef reglugerðin væri eins og hjá KKÍ, þar sem talað er um heildarfjölda leikja hjá öllum liðum, væri mótið þegar orðið gilt í Olís-deild karla. Ef þessi staða héldist óbreytt til loka júní yrði því ekkert lið deildarmeistari í Olís-deild karla, og ekkert lið myndi falla úr deildinni eða færast upp í hana. HSÍ miðar í sinni reglugerð við að Íslandsmóti ljúki aldrei síðar en í júní. Í reglugerð KKÍ segir að leitast skuli við að ljúka deildarkeppni ekki síðar en 30. apríl, og úrslitakeppni ekki síðar en 30. júní. Þar hefur 2/3 hluti leikja verið spilaður í efstu og næstefstu deildum karla og kvenna. Ef ekki yrði meira spilað yrðu því deildarmeistarar krýndir, neðsta lið í hvorri Dominos-deild falla, og deildarmeistarar í 1. deild færast upp. Í bæði handboltanum og körfuboltanum er það þannig að takist ekki að ljúka keppni, en mótið telst samt gilt, þá ræður meðalfjöldi stiga í leik lokastöðu liðanna. Reglugerð HSÍ Reglugerð KKÍ
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira