„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2021 13:03 Frosti vildi fá svör við því hvort erfiðleikar sem heilbrigðisráðherra hefur mátt stríða við í sínu persónulega lífi væru slíkir að það hefði áhrif á getu hennar til að gegna hinu viðfangsmikla verkefni sem að stöðu hennar snýr. Þetta þótti Katrínu afar furðuleg spurning, stoppaði Frosta af og las honum pistilinn. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“ Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Katrín var gestur í útvarpsþætti þeirra Mána Péturssonar og Frosta í Harmageddon. Frosti vildi sauma að forsætisráðherra og gekk hart eftir svörum um hvernig bólusetningum liði og hvers vegna hún gengi svona treglega. Katrín sagði að við Íslendingar vildum að bóluefnin væru örugg og þar byggði á ítrustu kröfum. Frosti taldi þetta ekki fullnægjandi svör og hélt því meðal annars fram að komnar væru fram niðurstöður í rannsóknum á virkni rússneska bóluefnisins Spútnik V. Og vildi fá skýrari svör. Katrín sagðist einmitt hafa kynnt sér þær niðurstöður. Og þess vegna hafi það verið til sérstakrar skoðunar umfram önnur efni sem eru utan Evrópusamningsins. Við grípum niður í viðtalið þar sem það er ríflega hálfnað. Hvað áttu við? „Það hangir á því að lyfjastofnun Evrópu ljúki sinni vinnu.“ Og hvaða vinna er það? Þetta sé til skoðunar, hvað er verið að kanna svo við getum fengið Spútnik V hér á Íslandi? „Jahh, það er bara verið að vinna að því.“ Geturðu ekki skýrt það neitt nánar? Er búið að setja sig í samband við framleiðendur? „Heilbrigðismálaráðuneytið fer með þetta mál og það hafa verið samskipti við þá aðila sem eru í Rússlandi og eru í þessum samskiptum fyrir þeirra hönd. Þannig virkar þetta jú.“ Það eru margir sem spyrja sig að þessu: Er heilbrigðisráðherra í raun í stakk búin til að valda þessu verkefni? „Þetta finnst mér nú stórfurðuleg spurning satt að segja.“ Hún hefur persónulega verið að glíma við mikla erfiðleika og … „Nei, nú ætla ég að segja stopp.“ Af hverju? „Nei, nú ætla ég að segja stopp þegar farið er að draga hér inn einhverja persónulega erfiðleika, Frosti.“ En Frosti gaf sig ekki og spurði áfram: Er hún að valda starfinu? „Nei, nú ætla ég að tala. Þú ert búinn að spyrja,“ sagði Katrín ákveðin og hóf svo ræðu sína: Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sú besta sem hugsast getur í starfið, að mati Katrínar.vísir/vilhelm „ Við höfum staðið okkur betur en flestar aðrar þjóðir í baráttunni við þennan faraldur. Við höfum verið á betri stað en nánast allar Evrópuþjóðir, Bretar, Bandaríkjamenn, bara nefndu það. Í sóttvarnarráðstöfunum og hvernig við höfum tekist á við þetta þar sem við höfum tryggt upplýsingagjöf…“ Ekki í bóluefnunum? „Hlustaðu á það sem ég hef að segja. Einstaka þátttöku Íslendinga, einstaka samstillingu fagaðila, rannsakenda, og heilbrigðisyfirvalda. Og ert þú að spyrja mig í alvöru hvort heilbrigðisráðherra valdi starfi sínu? Við gætum ekki haft betri heilbrigðisráðherra en Svandísi Svavarsdóttur.“
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Bólusetningar Harmageddon Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira