Erlent

Danir bíða lengur með bóluefni AstraZeneca

Kjartan Kjartansson skrifar
Tvö dauðsföll eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hafa verið tilkynnt í Danmörku. Myndin er úr safni.
Tvö dauðsföll eftir bólusetningu með bóluefni AstraZeneca hafa verið tilkynnt í Danmörku. Myndin er úr safni. Vísir/EPA

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að framlengja tímabunda stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca fram í miðjan apríl. Notkunin var stöðvuð vegna tilkynninga um blóðtappa hjá fólki sem hafði fengið efnið fyrir um tveimur vikum.

Dagblaðið Berlingske greinir frá því að stöðvunin verði framlengd um þrjár vikur, fram í miðjan apríl. Greint verður frá því síðar í dag hverjar forsendur þeirrar ákvörðunar eru.

Ísland stöðvaði notkun bóluefnisins einnig tímabundið en Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, greindi frá því í gær að byrjað yrði að gefa það aftur á næstu dögum. Það yrði notað til að bólusetja fólk




Fleiri fréttir

Sjá meira


×