Sara sýndi myndbandið af því þegar hún sleit krossbandið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu þar sem hún fór yfir meiðslin og framhaldið. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir missir af öllu 2021 tímabilinu eftir að hún sleit krossband á æfingu aðeins tveimur dögum áður en nýtt tímabil hófst. Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu. CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
Sara hefur nú komið í viðtal hjá einum af stærstu styrktaraðilum hennar en áður hafði komið í ljós að hennar styrktaraðilar ætla að standa með Söru í gegnum þetta mótlæti sem fylgir því að missa úr ár vegna meiðsla. Sara hefur nú fengið tíma til að jafna sig á þessu áfalli og hún hefur á þeim tíma rætt við þjálfararteymið sitt og sérfræðinga um framhaldið. „Núna þegar ég veit betur hvað tekur við hjá mér þá líður mér betur með þetta. Ég mun nota þennan tíma í burtu frá íþróttinni minni til að rifja upp grunnatriði íþróttarinnar og vinna í því sem hefur ekki verið í forgangi hjá mér síðustu ár,“ skrifaði Sara í færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég get náð fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu og hlakka til vinnunnar sem bíður mín. Ég hef tekið þá ákvörðun að ég ætla að verða betri íþróttamaður eftir þessi meiðsli,“ skrifaði Sara. Sara settist niður með WIF Fitness og ræddi allt í tengslum við meiðslin. Þar útskýrir Sara meiðslin og hvernig þau komu til. Eins og oft áður með slík meiðsli var það síðasta lyftan á æfingunni sem hafði svona slæmar afleiðingar. Vinkona Söru var líka að taka upp lyftuna þegar Sara sleit krossbandið og Sara sýndi myndband af því þegar hún sleit krossbandið. „Ég settist niður með þeim til að fara yfir þetta allt saman og útskýra það hvernig ég meiddi mig og hvernig næstu skref munu líta út hjá mér,“ skrifaði Sara. Sara ætlar síðan að leyfa fylgjendum sínum að fylgjast með endurhæfingu og endurkomu sinni með myndbandaröð sem kemur inn á samfélagsmiðla. Hér fyrir neðan má sjá Söru útskýra meiðslin í umræddu myndbandi frá WIT og sjá þegar hún sleit krossbandið í þessari afdrifaríku lyftu.
CrossFit Tengdar fréttir Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30 Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31 Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær Fótbolti Fleiri fréttir Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Sjá meira
Tímabilið búið hjá Söru áður en það byrjaði: Versta martröðin hennar Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir sleit krossband á dögunum og missir því af öllu 2021 tímabilinu. 15. mars 2021 08:30
Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. 15. mars 2021 10:31