„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. mars 2021 19:06 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra Vísir/Sigurjón Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir erfitt að segja til um hvað hafi valdið því að svo mörg kórónuveirusmit hafi komið upp síðustu daga. „Þetta var bara slys. Þetta getur gerst, þegar það er heimsfaraldur í gangi. Við höfum alltaf talað um að þetta muni ganga í hæðum og lægðum,“ segir Rögnvaldur. Enn hefur ekki verið hægt að rekja hvar hópsmitið sem kom upp um síðustu helgi hófst en um er að ræða breska afbrigði kórónuveirunnar en þó ekki það sama og kom upp fyrr í mánuðinum. „Það er áhyggjuefni að við séum komin með veiru af stað hér innanlands sem við höfum ekki fundið við landamæraskimun. Það er ekki augljóst hver ástæðan er og við erum að fara yfir það með smitrakningarteyminu okkar,“ segir hann. Fjölmenni hefur verið á Reykjanesi eftir að fór að gjósa þar. Rögnvaldur segir að verið sé að skoða hvernig tekið verður á fjöldatakmörkunum þar. „Eldgosið einfaldar ekki málið og við erum að reyna að finna lausn á því hvernig hægt sé að koma öllu þessu fólki þarna fyrir. Þá erum við að vinna með hópferðafyrirtækjum sem ætla að keyra fólk á staðinn en þar þarf að taka tillit til tíu manna samkomutakmarkana,“ segir Rögnvaldur. Rögnvaldur segir að nú verði fólk að gera eins og um páskanna í fyrra þegar fólk var hvatt til að ferðast innanhúss. „Við höfum verið áður í þessari stöðu, við kunnum þetta. Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13 Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09 „Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. 24. mars 2021 18:13
Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti Tíu manna samkomubann tekur gildi á miðnætti og verða einungis börn fædd 2015 og síðar þar undanskilin. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastiginu óheimilt frá og með morgundeginum fram til 1. apríl. 24. mars 2021 15:09
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24. mars 2021 13:22