Fresta leikjum kvöldsins og bíða leiðbeininga um æfingar Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 17:16 Íþróttabann hefur verið sett á hér á landi og óvíst hvenær boltinn byrjar aftur að rúlla. vísir/vilhelm Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að nú bíði íþróttasérsamböndin nánari leiðbeininga varðandi æfingar næstu þrjár vikurnar. Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara. KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi í dag að íþróttir yrðu óheimilar næstu þrjár vikurnar, inni og úti og jafnt hjá börnum og fullorðnum, vegna nýrrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Klara vill þó ekki útiloka að knattspyrnulið landsins muni geta æft með einhverjum hætti þó að vissulega sé nú útlit fyrir að ekki verði spilaðir leikir næstu þrjár vikurnar. Í desember voru æfingar til að mynda leyfðar hjá liðum í efstu deildum þrátt fyrir að íþróttaæfingar væru almennt óheimilar. „Við erum að safna saman upplýsingum og meta framhaldið. Við byrjum alla vega á að fresta leikjum kvöldsins, samkvæmt beiðni sem barst frá heilbrigðisyfirvöldum til ÍSÍ,“ segir Klara í samtali við Vísi. Nú bíði sérsamböndin frekari frekari upplýsinga frá heilbrigðisráðuneytinu og að ÍSÍ, tengiliðurinn á milli sérsambandanna og ráðuneytisins, muni mögulega boða til fundar með fulltrúum sérsambandanna síðar í dag. Strax spurningar frá félögunum um æfingar „Í framhaldinu sjáum við hvort við frestum leikjum næstu þrjár vikurnar eða hvort einhver önnur spil eru á borðinu,“ segir Klara. „Það eru strax komnar spurningar frá félögunum um hvort það megi til dæmis æfa í tíu manna hópum án þess að nota bolta, eða slíkt. Öll viljum við þó ráðast að rót vandans sem er þessi óvelkomna boðflenna sem veiran er,“ segir Klara. Fari svo að ekki megi æfa fótbolta næstu þrjár vikurnar er óvíst að Íslandsmótið geti hafist á réttum tíma en þar á fyrsti leikur að vera 22. apríl. Á næstu vikum voru, og eru enn um sinn, áætlaðir leikir í deildabikar, bikarkeppni og meistarakeppni KSÍ. „Þetta er eitthvað sem mótanefnd fundar um sem fyrst, þegar skýrari upplýsingar liggja fyrir,“ segir Klara.
KSÍ Samkomubann á Íslandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Maguire hetja United í bikarnum Andri Lucas skoraði í kvöld ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Svekkjandi töpuð stig hjá Sveindísi og félögum Cristiano Ronaldo farinn að skora á fimmtugsaldri Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira