NBA dagsins: Harden landaði sigri án Durant og Irving og líka án þessa að hitta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 15:00 James Harden er búinn að taka yfir hjá Brooklyn Nets í fjarveru hinna stórstjarna liðsins. AP/Kathy Willens James Harden hélt uppi leik Brooklyn Nets í fjarveru stórstjarnanna Kevin Durant og Kyrie Irving. Það er óhætt að segja að Nets-liðið sé að breytast í liðið hans Harden. James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
James Harden fær ekki mikla hjálp frá hinum stórstjörnunum í Brooklyn Nets þessa dagana en sýndi í nótt að hann getur dregið vagninn einn og líka fundið leið til að draga vagninn þótt að miðið væri skakkt. Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar í 116-112 sigri Brooklyn Nets á Portland Trail Blazers. Skotnýtingin var ekki glæsileg (29%, 7 af 24) en honum tókst að leiða liðið til sigurs þrátt fyrir það. Harden spilaði uppi félaga sína á lokakafla leiksins en hann átti þá stoðsendinguna á bak við fimm síðustu körfur liðsins. Harden klikkaði reyndar á öllum sex skotum sínum í fjórða leikhlutanum en tókst að samt að búa til körfur fyrir liðsfélagana sem skipti öllu máli. Since James Harden's debut on Jan. 16, the Nets are 16-3 in games featuring clutch time (final 5 minutes, score within 5 points). Brooklyn's 16 victories in clutch-time games since Jan. 16 lead the NBA.Prior to Harden's arrival, the Nets were 3-4 on the season in such games. pic.twitter.com/RyI6pVcQam— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 24, 2021 Það vantaði náttúrulega tvo frábæra sóknarmenn í liðið. Kevin Durant er með 29,0 stig í leik og Kyrie Irving er með 28,1 stig í leik. Kevin Durant er búinn að vera frá síðan um miðjan febrúar og hefur aðeins spilað einn af síðustu tuttugu leikjum Nets-liðsins frá og með 6. febrúar. Kyrie Irving er komið í annað þriggja leikja leyfi en hann missti sjö leikjum í röð í janúar. Harden missir aftur á móti ekki af leikjum en enginn hefur spilað fleiri leiki í NBA-deildinni síðan að Harden kom inn í deildina 2009. Þetta var leikur númer 871. Það er ekkert nýtt að Brooklyn Nets sé að vinna jafna leiki síðan að James Harden mætti til Brooklyn en liðið hefur unnið 16 af 19 jöfnum leikjum með hann innanborðs. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum sigri Brooklyn Nets sem og frá sigurleikjum Denver Nuggets á Orlando Magic og sigurleik New Orleans Pelicans á NBA meisturum Los Angeles Lakers. Þar má einnig finna flottustu tilþrif næturinnar eins og vanalega. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira