Flestir úr Breiðabliki í EM-hópnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 11:30 Willum Þór Willumsson er einn sex uppaldra Blika í EM-hópi U-21 árs landsliðsins. vísir/bára Flestir í hópi íslenska U-21 árs landsliðsins, sem hefur leik á EM í dag, koma úr Breiðabliki. Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira
Sex uppaldir Blikar eru í íslenska EM-hópnum. Ekkert annað félag á fleiri en þrjá leikmenn í hópnum. Markverðirnir Patrik Sigurður Gunnarsson og Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson og bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Andersen Willumssynir koma allir úr unglingastarfi Breiðabliks. Þá leikur Mosfellingurinn Róbert Orri Þorkelsson með Breiðabliki og Sveinn Aron Guðjohnsen lék einnig um tíma með liðinu. Sveinn Aron var í yngri flokkum HK sem og fyrirliði U-21 árs liðsins, Jón Dagur Þorsteinsson, og því koma átta af 23 í EM-hópnum úr Kópavogsfélögunum, HK og Breiðabliki. Kolbeinn Finnsson er einn þriggja Fylkismanna í EM-hópnum.vísir/daníel þór Þrír í EM-hópnum eru uppaldir hjá Fylki, þeir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson. Hin félögin í Reykjavík eiga aðeins samtals tvo leikmenn í hópnum. Fleiri og fleiri góðir leikmenn skilað sér upp úr yngri flokka starfi Aftureldingar á undanförnum árum og tveir Mosfellingar eru í EM-hópnum, áðurnefndur Róbert Orri og Bjarki Steinn Bjarkason sem millilenti hjá ÍA áður en hann fór í atvinnumennsku. Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson var í stóru hlutverki hjá íslenska liðinu í undankeppni EM.vísir/bára Tveir Skagamenn eru í hópnum, þeir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson, einn eftirsóttasti ungi leikmaður Evrópu. Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason eru fulltrúar Hafnarfjarðar í EM-hópnum. Þeir leika báðir með FH um þessar mundir. Þórir hóf hins vegar sinn fótboltaferil í Haukum en skipti yfir í FH í 2. flokki. Álftanes á einn fulltrúa í EM-hópnum, Alex Þór Hauksson. Hann fór yfir til Stjörnunnar í 3. flokki og hóf sinn meistaraflokksferil þar. Uppeldisfélög leikmanna í EM-hópnum Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson Leikur Íslands og Rússlands í C-riðli EM U-21 árs landsliða hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Breiðablik Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson, Andri Fannar Baldursson, Willum Þór Willumsson, Kolbeinn Þórðarson, Brynjólfur Andersen Willumsson Fylkir Kolbeinn Finnsson, Ari Leifsson, Valdimar Þór Ingimundarson HK Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen Afturelding Róbert Orri Þorkelsson, Bjarki Steinn Bjarkason ÍA Ísak Bergmann Jóhannesson, Stefán Teitur Þórðarson Grótta Hákon Rafn Valdimarsson KR Finnur Tómas Pálmason Fjölnir Valgeir Lunddal Friðriksson Keflavík Ísak Óli Ólafsson FH Hörður Ingi Gunnarsson Haukar Þórir Jóhann Helgason Stjarnan/Álftanes Alex Þór Hauksson Danmörk Mikael Neville Anderson
EM U21 í fótbolta 2021 Breiðablik Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Breiðablik - Shamrock Rovers | Kemur fyrsti sigurinn? Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Sjá meira