Ísland mætir Þýskalandi í Duisburg í fyrsta leik sínum í undankeppninni annað kvöld. Ísland mætir svo Armeníu á sunnudaginn og Liechtenstein á miðvikudaginn.
Á blaðamannafundi í dag var Arnar spurður hversu mörg stig hann yrði sáttur með að fá í þessari landsleikjahrinu.
„Ef við hugsum út í stig sem ég reyni að gera sem minnst af en við viljum ná árangri. Sex stig er eitthvað sem við yrðum sáttir við, sjö stig mjög sáttir, níu stig, þá held ég að við getum talað um frábær úrslit,“ sagði Arnar.
Hann sagði jafnframt að hann myndi sætta sig við markalaust jafntefli gegn Þjóðverjum annað kvöld.