Ætla að skylda fólk frá áhættusvæðum í farsóttarhús Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. mars 2021 08:54 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist vilja stoppa í götin. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar á fundi ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í dag að kynna drög að nýjum reglum varðandi fólk sem kemur hingað til lands. Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Um er að ræða minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni þar sem lagt er til að börn fari líka í sýnatöku á landamærum auk þess sem fólk frá ákveðnum áhættusvæðum verði skyldað til að dvelja í farsóttarhúsi við komuna. „Við erum að reyna að stoppa í þessi göt á landamærunum eins og við getum,“ sagði Svandís í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur nú yfir fundur formanna ríkisstjórnarflokkanna með Þórólfi áður en ráðherrarnir hefja fund sinn klukkan hálf tíu. Þórólfur hafði orð á því á upplýsingafundi Almannavarna í gær að það væri staðreynd að fólk væri að brjóta sóttkví hér á landi. Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá slíkum brotum seint í gær en um var að ræða fólk sem naut sín á skíðum og átti bókað flug heim daginn fyrir seinni skimun. Fimm greindust með kórónuveirusmit á sunnudag og voru þrír utan sóttkvíar. Vegna smita um helgina eru á þriðja hundrað manns í sóttkví. Þórólfur sagðist á upplýsingafundinum í gær ljóst að grípa þyrfti til hertra aðgerða ef ljóst þætti að veiran væri farin að dreifa sér. Hann sagði þó ekki skipta öllu máli hvort það yrði gert í dag (í gær) eða á morgun (í dag). Þjóðhagsspá spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01 Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02 Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Sjá meira
Vel varinn í kringum fárveikan skipstjórann en nú kominn í sóttkví Yfirhafnsögumaður á Reyðarfirði, sem fara þurfti um borð í súrálsskip með veika skipverja innanborðs á laugardag, segir að honum hafi verið illa við að fara um borð. Þá segir hann að ekki hafi fengist upplýsingar um veikindi skipverjanna nema með krókaleiðum. 22. mars 2021 21:01
Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. 22. mars 2021 19:02
Sóttkvíarbrjótar áttu bókað flug heim degi eftir seinni skimun Lögregla á Norðurlandi vestra sektaði tvo ferðamenn um helgina fyrir brot á sóttkví. Eftir komuna til landsins fóru ferðamennirnir í ferðir á bíl og á skíði. Þá áttu þeir bókað flug heim einum degi síðar en niðurstaða seinni skimunar átti að liggja fyrir. 22. mars 2021 18:15