Spá 700 þúsund ferðamönnum í ár Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 20:54 Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Vísir/Vilhelm Þjóðhagsspá sem kom út í dag samhliða útgáfu fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar spáir um 700 þúsund ferðamönnum hingað til lands í ár. Fjármálaráðherra segir bólusetningar þar lykilatriði og að gangur þeirra muni skera úr um hvort spárnar rætist. Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Ferðamönnum fækkaði um 76 prósent á síðasta ári og fóru úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 niður í tæplega hálfa milljón í fyrra. Að því er fram kemur í þjóðhagsspá hafa horfur fyrir árið í ár versnað frá síðustu spá en þó er búist við um 700 þúsund ferðamönnum. „Ég held að þetta muni á endanum ráðast af nokkrum lykilþáttum. Þetta ræðst af því hversu hratt okkur tekst að bólusetja okkar landsmenn, hversu hratt öðrum þjóðum tekst að bólusetja hjá sér og hversu hratt flugleiðirnar opnast,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um spána í dag eftir að fjármálaáætlun var kynnt. Spáin byggir á því að nýjum smitum fækki samhliða bólusetningum. Óvissan er þó enn mikil og áætlað að ferðamönnum fjölgi ekki fyrr en upp úr miðju sumri. Ferðamennirnir geti orðið 1,3 milljónir á næsta ári og jafnvel fleiri ef bólusetningum miðar betur en áætlað er. Ferðaþjónustan muni svo ná fyrri styrk á árunum 2023-2024. Bjarni segist sannfærður um að ferðamenn vilji byrja að ferðast aftur á nýjan leik um leið og tækifærið gefst. Ísland standi vel hvað það varðar, enda hafi Ísland marga eftirsóknarverða kosti sem geti haft mikið aðdráttarafl. „Fólk vill fara að ferðast að nýju. Ég held meira að segja að Ísland sé með samkeppnislegt forskot í því samhengi vegna þess að við höfum upp á margt að bjóða sem kannski hefur komist enn frekar og framar í forgangsröð hjá fólki vegna veirunnar og þessa heimsfaraldurs.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49 Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Telja að tekist hafi að milda efnahagskreppuna Í nýrri fjármálaáætlun fyrir 2022-2026 segir að aðgerðir stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru hafi skilað miklum árangri og útlitið fram undan sé bjartara en gert var ráð fyrir í fyrra. Ráðstöfunartekjur heimilanna jukust árið 2020 og reyndist samdráttur umtalsvert minni en áætlað var. 22. mars 2021 16:49
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur