Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:29 Skipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag. Staðfest er að tíu séu með COVID-19. Vísir/Vilhelm Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“ Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54