„Veislupakkarnir okkar henta bæði í stærri veislur í sal og eins þegar haldin er veisla í heimahúsi. ” segir Guðmundur Óli Sigurjónsson, matreiðslumaður og eigandi Matarkompanísins.
Hægt er að panta veislupakka fyrir allar stærðir veisla og býður Matarkompaníið upp á að sérsníða matseðilinn að þörfum hvers og eins með úrvali af hefðbundnum og nýstárlegum réttum sem henta öllum.
„Við erum líka með hefðbundna matarpakka á hagstæðu verði. Við komum með matinn og skerum niður þar sem við á og tryggjum að gæðin skili sér í hvern munnbita. Það er mikil ásókn í fermingarveislupakkana enda erum við með afar hagstæð verð.“

Í boði eru tveir súpupakkar, tveir hlaðborðspakkar og smáréttapakki. Hver pakki fær innblástur frá nýjustu straumum og bragðgóðum hefðum. Til dæmis er hægeldað lambalæri í hásæti í íslenska pakkanum en í þeim ameríska er boðið upp á hægeldaða nautalund. Sósur og meðlæti fylgir með öllum pökkum, eins og kartöflubáta með hvítlauksdill olíu, rauðvínsósu, ristað rótargrænmeti og nautasoðgljái.

„Við leggjum mikla áherslu á fjölbreyttan og ferskan matseðil sem hentar fyrir þetta einstaka tilefni. Við bjóðum upp á úrval af bragðgóðum súpum, eins og villisveppasúpu, kókos karrý fiskisúpu, bakaða blómkálssúpa og aspassúpa og þeim fylgir ítalskt brauð ásamt smjöri og heimagerðu pestói.“
Kynntu þér hvað Matarkompaní hefur upp á að bjóða á Matarkompani.is