Útgöngubann vegna glundroða á Miami-strönd Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2021 10:54 Lögreglumenn handtóku fjölda manns á Miami-strönd fyrir að virða ekki sóttvarnareglur og útgöngubann um helgina. AP/Pedro Portal/Miami Herald Borgaryfirvöld á Miami-strönd í Bandaríkjunum lýstu yfir neyðarástandi og komu á útgöngubanni á kvöldin til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins eftir að þúsundir skemmtanaglaðra ferðamanna í vorfríi söfnuðust saman í borginni um helgina. Lögregla notaði piparúða til að dreifa mannfjöldanum. Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira
Flórída er vinsæll áfangastaður bandarískra framhalds- og háskólanema í vorfríi þeirra í mars og apríl. Þúsundir ferðamanna komu saman í borginni Miami-strönd um helgina. Margir þeirra voru ekki með grímu og fjarlægðarmörk voru virt að vettugi. AP-fréttastofan segir að fleiri en þúsund hafi verið handteknir um helgina. „Þetta er eins og á rokktónleikum, maður við mann út um allar götur. Ef þú ert á leiðinni hingað til að sleppa fram af þér beislinu, farðu þá eitthvað annað,“ sagði Dan Gelberg, borgarstjóri á Miami-strönd í viðtali við CNN-fréttastöðina. Til að bregðast við ástandinu kom borgarstjórnin á útgöngubanni frá klukkan 20:00 til 06:00 sem verður í gildi til 12. apríl að minnsta kosti, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ferðamenn höfðu verið beðnir um að fylgja sóttvarnatilmælum og útgöngubann frá miðnætti var fyrir í gildi í Miami-Dade-sýslu. „Of margir hafa komið án þess að ætla sér að virða reglurnar og afleiðingin hefur verið glundroði og óregla sem er meiri en við getum umborið,“ sagði borgarstjórinn. Lögregluyfirvöld í borginni sættu gagnrýni fyrir að senda lögreglumenn í óeirðarbúnaði til þess að dreifa mannfjöldanum með piparkúlum á aðfararnótt sunnudags aðeins nokkrum klukkustundum eftir að tilkynnt var um útgöngubannið. Flórída hefur verið einn af miðpunktum kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. Samkvæmt tölum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) smituðust 4.300 manns að meðaltali á dag í ríkinu í síðustu viku. Þrátt fyrir það lýsti Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, því yfir að Flórída væri „frelsisvin“ hvað varðaði sóttvarnatakmarkanir í síðasta mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Fleiri fréttir Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Sjá meira