„Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2021 06:44 Talið er að þúsundir hafi lagt leið sína á gosstöðvarnar um helgina. Myndin er tekin í gærdag en í gærkvöldi fór veður mjög að versna á svæðinu og þurftu björgunarsveitarmenn að aðstoða fjölda fólks sem lenti í miklum vandræðum. Vísir/Vilhelm Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðum á Suðurnesjum í nótt vegna fólks sem hafði farið að gossvæðinu í Geldingadal og lent í miklum vandræðum þegar veður tók að versna. Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Gul viðvörun er í gildi á svæðinu þar sem spáð er suðvestan hvassviðri eða stormi. Hviður geta farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu og þá er spáð slyddu eða snjóéljum og slæmu skyggni. Gossvæðinu hefur verið lokað vegna hættulegrar gasmengunar. Steinar Þór Kristinsson, sem situr í aðgerðastjórn Landsbjargar í Grindavík, segir að enn sé verið að reyna að staðsetja fólk sem talið er að hafi lagt af stað að gosstöðvunum og þar með skilið bíla sína eftir. Á sjöunda tímanum í morgun taldi björgunarsveitarfólk enn um átta til tíu mannlausa bíla. Bílnúmerin voru rakin og hringt í fólk en enn eru tveir mannlausir bílar í nágrenni gosstöðvanna. Steinar segir að gönguhópar séu að fara af stað til að leita að fólkinu sem komið hafi í þessum bílum en ekki sé til að mynda vitað að hversu mörgum verið sé að leita. Þá segist Steinar eiginlega hafa misst töluna á þeim fjölda sem björgunarsveitirnar þurftu að aðstoða í nótt en að minnsta kosti fjörutíu manns hafi farið í gegnum fjöldahjálparmiðstöðina í Grindavík. Kalla þurfti út aukamannskap allt frá Snæfellsnesi austur í sveitir til að anna verkefnunum. „Staðan var bara mjög tvísýn hérna um tíma. Fólk var að koma niður örmagna og að detta í ofkælingarástand. Það var þannig á tímabili að fólk lá bara í vegköntunum hérna við Festarfjallið og því var sópað upp. Þetta leit ekkert vel út um tíma,“ segir Steinar sem áætlar að mesta álagið hafi verið upp úr miðnætti og eitthvað fram eftir. Þá segir hann að fólk sé enn að leggja leið sína að svæðinu og reyna að komast upp eftir. Hann biðlar til almennings að halda sig heima; aðstæður á svæðinu séu mjög hættulegar og veðurspáin mjög slæm. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að við mælingar í morgun hafi komið í ljós að gasmengun sé á svæðinu. Mælingin sé komin yfir hættumörk og hefur svæðinu við gosið því verið lokað. Fólk er beðið um að virða þá lokun. „Mjög hættulegt er að nálgast gosið eins og er. Mjög slæmt verður var á gosslóðum í nótt og margir sem lentu í hrakningum á leið sinni til baka af gosslóðum og nokkrir sem villtust og leita þurfti að. Fjöldahjálparstöð var opnuð í Grindavík og fólk flutt þangað áður en það gat haldið áfram til síns heima,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fréttin var uppfærð klukkan 07:30.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Almannavarnir Grindavík Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira