Yfirvöld segjast ekki geta útilokað að um ólöglegan veiðiþjófnað sé að ræða. Lögregla rannsakar málið.
Umrædd ljón voru þekkt fyrir þann eiginleika sinn að geta klifrað í trjám.
Talsmaður garðsins sagði starfsmenn hans harma dauða ljónanna. Hann benti á að tekjur vegna náttúrutengds ferðamannaiðnaðar væru um tíu prósent af vergri landsframleiðslu Úganda og væru meðan annars notaðar til að fjármagna dýravernd.