Kristján Már fór yfir eldgos síðustu þriggja áratuga í beinni Sylvía Hall skrifar 20. mars 2021 03:15 „Ég heyrði að Páll Einarsson nefndi Kröfluelda, það var einmitt fyrsta gosið sem ég dekkaði sem fréttamaður,“ sagði Kristján Már Unnarsson, fréttamaður okkar, í beinni útsendingu frá Grindavík í kvöld þar sem hann fylgdist með eldgosinu í Geldingadal. Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira
Óhætt er að segja að Kristján Már sé með reyndari mönnum þegar kemur að fréttaflutningi af eldgosum. Hann fjallaði um sitt fyrsta eldgos í upphafi níunda áratugar síðustu aldar þegar Kröflueldar stóðu yfir, þá sem „fljúgandi fréttamaður“ fyrir Dagblaðið og fór hann ásamt ljósmyndara í lítilli tveggja sæta Cessna-flugvél. „Síðan held ég að ég hafi fylgst með öllum eldgosum síðan,“ sagði Kristján, að sjálfsögðu í sérmerktu öryggisvesti. „Ætli þetta standi fram yfir helgi?“ Að mati Kristjáns er gosið ekki ósvipað minni gosunum í Kröflueldum. Sprungan væri tiltölulega lítil og gosið hafi byrjað af miklum krafti. Þó væri útlit fyrir að heilmikið hraun flæddi úr sprungunni. „Þetta er miklu minna en Holuhraunsgosið, það er var margfalt stærra en þetta. Fimmvörðuhálsinn, Kröflugosin – það er kannski það sem þetta minnir mann helst á. Það var ekki mikið hraun sem kom frá þeim.“ Kristján spáði frekar í spilinn og sagðist ekki telja að gosið myndi standa lengi yfir. Það væri kannski léttir upp að vissu marki að gosið væri „túristagos fyrir íslenska túrista“ enda væri nokkuð magnað að fá eldgos svo nærri höfuðborginni, þó erlendir ferðamenn gætu kannski ekki notið þess sökum heimsfaraldurs og ferðatakmarkana. „Ætli þetta standi fram yfir helgi? Þetta er óútreiknanlegt en þetta er samt spennandi.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Einu sinni var... Grindavík Tengdar fréttir Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32 Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36 „Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20 Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Fleiri fréttir „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Sjá meira
Eldgosið í „Fagradals Mountain volcano“ vekur heimsathygli Eldgosið sem nú stendur yfir í Geldingadal við Fagradalsfjall hefur vakið heimsathygli. Erlendir fjölmiðlar fjalla margir um gosið í kvöld og lýsa því að eldfjall sem legið hafi lengi í dvala hafi loks vaknað til lífsins. 20. mars 2021 02:32
Sjáðu eldgosið úr þyrlu Landhelgisgæslunnar Myndbönd frá Landhelgisgæslunni sýna vel eldgosið sem nú er í gangi í Geldingadal við Fagradalsfjall. Hraun spýtist upp úr sprungunni á nokkrum stöðum og glóandi hrauntungur renna frá sprungunni í tvær áttir. 20. mars 2021 00:36
„Það er engin bráðahætta í gangi“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum var ræstur út í húsakynni Almannavarna í Skógarhlíð á tíunda tímanum í kvöld þegar flest benti til þess að eldgos væri hafið á Reykjanesi. Sú reyndist raunin. 20. mars 2021 00:20