Lífið

Bræðurnir hafi alltaf átt „flókið“ sam­band við föður sinn

Sylvía Hall skrifar
Feðgarnir árið 2017.
Feðgarnir árið 2017. GEtty

Karl Bretaprins á ekki hefðbundið fegðasamband við syni sína Vilhjálm og Harry. Þetta hefur People eftir heimildarmanni sínum sem er sagður þekkja vel til innan konungsfjölskyldunnar. Sambandið hafi alltaf verið flókið.

Að sögn heimildarmannsins spilar samband foreldra þeirra stóran þátt í því hvernig sambandinu er háttað. Skilnaður Karls og Díönu prinsessu hafi verið sársaukafullur en hann gekk að eiga Camillu, hertogaynjuna af Cornwall, árið 2005. Samband þeirra átti sér þó mun lengri aðdraganda eins og vel er þekkt.

„Hann er bæði pabbi þeirra og yfirmaður, þeir eru háðir honum til að fjármagna lífstíl sinn og störf,“ segir heimildarmaðurinn. Þannig hafi alltaf verið spenna í samskiptum þeirra sem snúi að peningum, enda fari Karl með yfirumsjón fjármálanna.

Harry greindi frá því í viðtali sínu við Opruh Winfrey að fjölskyldan hafi lokað á fjárhagslegt uppihald snemma árið 2020, skömmu eftir að hann og eiginkona hans Meghan, hertogaynjan af Sussex, greindu frá því að þau hygðust segja sig frá konunglegum skyldum sínum. Hann hafi þó átt pening sem hann erfði frá móður sinni.

„Án þess hefðum við ekki getað gert þetta,“ sagði Harry.


Tengdar fréttir

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.

Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys

Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.