Geta öll börn hjólað inn í sumarið? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. mars 2021 07:00 Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Sjá meira
Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun