Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Grindavík 76-81 | Haukar sprungu á lokasprettinum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 18. mars 2021 22:30 Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Það var rafmögnuð spenna í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld þegar að Grindvíkingar mættu til þess að etja kappi við heimamenn í Haukum. Haukarnir á botni deildarinnar og nýbúnir að reka þjálfarann, Grindvíkingar með 14 stig í 6. sæti. Það sást strax á upphafssekúndunum að Haukar ætluðu að selja sig dýrt. Nýr þjálfari liðsins og fyrrum aðstoðarþjálfari Sævaldur Bjarnason hafði greinilega mótíverað sína menn og þeir komust fljótlega í 14-2 forystu. Í fyrsta leikhluta höfðu Grindvíkingar einfaldlega engine svör við ákefð Hauka en strax í öðrum leikhluta komust Grindavík inn í leikinn þó svo að Haukar hafi haft nauma forystu í hálfleik, 42-37. Þriðji leikhlutinn var svo í járnum allan tímann. Þriggja stiga skotin sem höfðu dottið svo vel í fyrsta leikhluta hjá heimamönnum hættu að hitta og þess í stað urðu til long fráköst sem gerðu Grindvíkingum kleift að sækja hratt. Haukarnir, með Pablo Bertone í broddi fylkingar náðu þó að loka leikhlutanum vel og fóru með 6 stiga forystu inn í lokafjórðunginn. 60-54. Í fjórða leikhlutanum urðu Haukarnir stífir. Algengt merki liða með lítið sjálfstraust. Grindvíkingar hins vegar hertu vörnina og spiluðu fastar og lönduðu að lokum sigri, 76-81. Stigahæstur Hauka var Pablo Bertone með 24 stig en hjá Grindavík var Kazembe Abif með 25 stig. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar héldu ró sinni og panikkuðu ekki þó svo að heimamenn hafi byrjað leikinn af miklum krafti. Þeir héldu áfram að hlaupa sína sókn og halda sig við sín áhersluatriði í vörn. Það var hart barist.Vísir/Hulda Margrét Eitt af því sem þeir gerðu vel var að leyfa stóru mönnum Hauka, þeim Brian Fitzpatrick og Breka Gylfasyni að skjóta fyrir utan án mikillar mótspyrnu og loka þannig teignum. Þeir Brian og Breki voru samtals 1/12 í þriggja stiga skotum. Ekki gott það. Af hverju töpuðu Haukar? Undirrituðum fannst Haukarnir einfaldlega ekki hafa sjálfstraust til þess að vinna þennann leik. Þeir voru með sex stiga forystu þegar um fjórar mínútur voru eftir en skoruðu varla stig eftir það fyrr en leikurinn var orðinn tapaður. Næstum engir í Haukaliðinum voru með góða skotnýtingu, einungis Pablo Bertone og Jalen Jackson gátu státað af því að hafa hitt meira en helmingi skota sinna. Hverjir stóðu uppúr? Kazembe Abif átti flottan leik fyrir Grindavík. Rúllaði vel að körfunni eftir að hafa sett hindranir og spilað flotta vörn sjálfur hinum megin. Þá átti Marshall Nelson fínan leik með 17 stig og 8 stoðsendingar, hann var sérlega öflugur í fjórða leikhluta. Þá vill fréttaritari hrósa Kristófer Breka. Sem skoraði ekki mikið en á sínum 17 mínútum þá spilaði hann óaðfinnanlega vörn sem átti mikinn þátt í að landa þessum sigri. Hjá Haukunum var Pablo Bertone flottur með 24 stig og 5 stoðsendingar. Hvað næst? Haukar þurfa virkilega að fara að ná í sigra. Næsti leikur hjá þeim er á sunnudaginn gegn Stjörnunni í Ásgarði kl 18:15, Stjörnumenn væntanlega pirraðir eftir tap í Þorlákshöfn fyrr í kvöld. Grindvíkingar mæta Keflvíkingum næsta mánudagskvöld kl. 20:15. Hörkuspennandi leikur þar á ferðinni. Sævaldur: Góð frammistaða og við lögðum hjarta og sál í þetta Lengi vel leit út fyrir að Sævaldur myndi ná í sigur í sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Sævaldur Bjarnason nýr aðalþjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir erfitt tap á heimavelli gegn Grindavík. „Við byrjuðum mjög vel, með mikla orku og vorum bara góðir. Menn voru að leggja líf og sál í þetta en í fjórða leikhlutanum vorum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. En mér fannst við alveg vera með þá á löngum köflum í leiknum, þeir bara gerðu ógeðslega vel í fjórða og við vorum aðeins of mikið að þvinga upp skotum í stað þess að gera meiri árásir á þá.“ Haukarnir byrjuðu vel en svo dró saman með liðunum, í fjórða leikhluta reyndust þó gestirnir sterkari á svellinu. „Við fegnum fullt af opnum færum sko, en þeir voru bara meira smart, exekjútuðu sínar sóknir og fengu betri færi. Við gerðum mistök í pikk og ról vörninni sem endaði í villu körfu góðri hjá þeim og svona. Á mótifengum við fín færi en hefðum mátt gera fleiri árásir og reyna að komast á línuna. En svo er þetta búið að vera pínulítið svona, við búnir að vera frekar lánlausir en þetta var bara góð frammistaða og við lögðum að minnsta kosti hjarta og sál í þetta þannig að við erum drullusvekktir að hafa ekki náð að vinna.“ Það vakti athygli fréttaritara að Ragnar Nathanaelsson kom fljótt inn á völlinn og skilaði einhverjum 12 mínútum og Yngvi Óskarsson kom ekkert inná, en Israel Martin lá oft á hálsi að vera ekki með stóru manna róteringuna sína á hreinu. „Við erum bara að spila á þeim leikmönnum sem hverju sinni við viljum spila. Raggi stóð sig frábærlega, tók 9 fráköst en aðeins kannski að þvinga þessu í lokin. En við erum bara að reyna að setja saman 40 mínútur þar sem við erum að spila vel.“ Daníel Guðni: Tókum þetta á seiglunni Daníel Guðni fagnar ásamt leikmönnum sínum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga var að vonum sáttur eftir sigurinn á Ásvöllum í kvöld. „Þeir mættu mjög flottir, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þeir léku á alls oddi, allir leikmennirnir þeirra og við áttum bara í stökustu vandræðum. En við vorum búnir að ræða fyrir leikinn að svona moment, þegar þjálfarinn fer þá fá leikmenn stundum ákveðið sjálftraust. Þeir hafa engu að tapa og svo framvegis.“ Grindvíkingar lentu fljótlega undir en þeir höfðu allan tímann trú á því að þeir myndu snúa taflinu sér í hag: „Við lentum einhverjum 20 stigum undir í fyrsta leikhluta, en við sóttum bara til baka hægt og bítandi. Við vissum að þetta myndi koma og kannski okkar sterkustu sóknarmenn ekki að finna sig í fyrri hálfleik. Svo tókum við þetta á seiglunni.“ Grindvíkingar voru án eins síns sterkasta leikmanns, hins reynslumikla Ólafs Ólafssonar. „Já Óli fór í eitthvað sjónvarpsblokk á æfingu og er meiddur.“ Leikplan Grindavíkur gegn sóknarleik Hauka gekk mjög vel upp seinni hluta leiksins. „Já, við vorum að gera of mikið af mistökum út frá því sem við vissum um þá. Við þekkjum ákveðin kerfi hjá þeim þar sem þeir hlaupa mikið og við létum til að mynda einn leikmanninn þeirra fá algerlega opin skot. Hann var að ég held núll af sjö [0/7] í þeim þriggja stiga skotum.“ Dagur Kár: Búið að vera bras á okkur í vetur gegn þessum smærri liðum Dagur Kár var sáttur með sigurinn. Dagur Kár Jónsson leikstjórnandi Grindavíkur var að vonum ánægður með sigurinn. Haukarnir byrjuðu mun betur og áttu gestirnir erfitt með að mæta ákefðinni sem þeir buðu uppá ,,Þetta er búið að vera bras hjá okkur í vetur á móti þessum smærri liðum, eða liðunum sem eru neðarlega í töflunni, að mæta tilbúnir. Sem er bara lélegt hjá okkur. En við gerðum vel að svara og spiluðum vel í öðrum leikhluta.’’ Grindvíkingar sóttu að Haukum langstærstan hluta leiksins án þess þó að ná að komast yfir, sem getur oft verið þreytandi. Að brjóta aldrei ísinn. ,,Við breyttum engu spilalega séð, töluðum um að vera meira töff. Við vorum að láta þá ýta okkur út úr kerfunum en við vorum svo bara sterkari í vörn og vorum ,,mentally tough´´ í lokin.’’ Dagur Kár var einnig ánægður með innkomu og spilamennski Kristófers Breka í leiknum. ,,Breki spilar frábæra vörn í hverjum einasta leik og fær lítið kredit fyrir það. Hann heldur að ég held kananum þeirra í núll stigum í síðari hálfleik. Hann gerir þetta leik eftir leik en það vill enginn tala um það því hann setur ekki 20 stig á töfluna.’’ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Haukar UMF Grindavík
Það var rafmögnuð spenna í Ólafssal að Ásvöllum í kvöld þegar að Grindvíkingar mættu til þess að etja kappi við heimamenn í Haukum. Haukarnir á botni deildarinnar og nýbúnir að reka þjálfarann, Grindvíkingar með 14 stig í 6. sæti. Það sást strax á upphafssekúndunum að Haukar ætluðu að selja sig dýrt. Nýr þjálfari liðsins og fyrrum aðstoðarþjálfari Sævaldur Bjarnason hafði greinilega mótíverað sína menn og þeir komust fljótlega í 14-2 forystu. Í fyrsta leikhluta höfðu Grindvíkingar einfaldlega engine svör við ákefð Hauka en strax í öðrum leikhluta komust Grindavík inn í leikinn þó svo að Haukar hafi haft nauma forystu í hálfleik, 42-37. Þriðji leikhlutinn var svo í járnum allan tímann. Þriggja stiga skotin sem höfðu dottið svo vel í fyrsta leikhluta hjá heimamönnum hættu að hitta og þess í stað urðu til long fráköst sem gerðu Grindvíkingum kleift að sækja hratt. Haukarnir, með Pablo Bertone í broddi fylkingar náðu þó að loka leikhlutanum vel og fóru með 6 stiga forystu inn í lokafjórðunginn. 60-54. Í fjórða leikhlutanum urðu Haukarnir stífir. Algengt merki liða með lítið sjálfstraust. Grindvíkingar hins vegar hertu vörnina og spiluðu fastar og lönduðu að lokum sigri, 76-81. Stigahæstur Hauka var Pablo Bertone með 24 stig en hjá Grindavík var Kazembe Abif með 25 stig. Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar héldu ró sinni og panikkuðu ekki þó svo að heimamenn hafi byrjað leikinn af miklum krafti. Þeir héldu áfram að hlaupa sína sókn og halda sig við sín áhersluatriði í vörn. Það var hart barist.Vísir/Hulda Margrét Eitt af því sem þeir gerðu vel var að leyfa stóru mönnum Hauka, þeim Brian Fitzpatrick og Breka Gylfasyni að skjóta fyrir utan án mikillar mótspyrnu og loka þannig teignum. Þeir Brian og Breki voru samtals 1/12 í þriggja stiga skotum. Ekki gott það. Af hverju töpuðu Haukar? Undirrituðum fannst Haukarnir einfaldlega ekki hafa sjálfstraust til þess að vinna þennann leik. Þeir voru með sex stiga forystu þegar um fjórar mínútur voru eftir en skoruðu varla stig eftir það fyrr en leikurinn var orðinn tapaður. Næstum engir í Haukaliðinum voru með góða skotnýtingu, einungis Pablo Bertone og Jalen Jackson gátu státað af því að hafa hitt meira en helmingi skota sinna. Hverjir stóðu uppúr? Kazembe Abif átti flottan leik fyrir Grindavík. Rúllaði vel að körfunni eftir að hafa sett hindranir og spilað flotta vörn sjálfur hinum megin. Þá átti Marshall Nelson fínan leik með 17 stig og 8 stoðsendingar, hann var sérlega öflugur í fjórða leikhluta. Þá vill fréttaritari hrósa Kristófer Breka. Sem skoraði ekki mikið en á sínum 17 mínútum þá spilaði hann óaðfinnanlega vörn sem átti mikinn þátt í að landa þessum sigri. Hjá Haukunum var Pablo Bertone flottur með 24 stig og 5 stoðsendingar. Hvað næst? Haukar þurfa virkilega að fara að ná í sigra. Næsti leikur hjá þeim er á sunnudaginn gegn Stjörnunni í Ásgarði kl 18:15, Stjörnumenn væntanlega pirraðir eftir tap í Þorlákshöfn fyrr í kvöld. Grindvíkingar mæta Keflvíkingum næsta mánudagskvöld kl. 20:15. Hörkuspennandi leikur þar á ferðinni. Sævaldur: Góð frammistaða og við lögðum hjarta og sál í þetta Lengi vel leit út fyrir að Sævaldur myndi ná í sigur í sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari Hauka.Vísir/Hulda Margrét Sævaldur Bjarnason nýr aðalþjálfari Hauka var að vonum svekktur eftir erfitt tap á heimavelli gegn Grindavík. „Við byrjuðum mjög vel, með mikla orku og vorum bara góðir. Menn voru að leggja líf og sál í þetta en í fjórða leikhlutanum vorum við ekki að hreyfa boltann nógu vel. En mér fannst við alveg vera með þá á löngum köflum í leiknum, þeir bara gerðu ógeðslega vel í fjórða og við vorum aðeins of mikið að þvinga upp skotum í stað þess að gera meiri árásir á þá.“ Haukarnir byrjuðu vel en svo dró saman með liðunum, í fjórða leikhluta reyndust þó gestirnir sterkari á svellinu. „Við fegnum fullt af opnum færum sko, en þeir voru bara meira smart, exekjútuðu sínar sóknir og fengu betri færi. Við gerðum mistök í pikk og ról vörninni sem endaði í villu körfu góðri hjá þeim og svona. Á mótifengum við fín færi en hefðum mátt gera fleiri árásir og reyna að komast á línuna. En svo er þetta búið að vera pínulítið svona, við búnir að vera frekar lánlausir en þetta var bara góð frammistaða og við lögðum að minnsta kosti hjarta og sál í þetta þannig að við erum drullusvekktir að hafa ekki náð að vinna.“ Það vakti athygli fréttaritara að Ragnar Nathanaelsson kom fljótt inn á völlinn og skilaði einhverjum 12 mínútum og Yngvi Óskarsson kom ekkert inná, en Israel Martin lá oft á hálsi að vera ekki með stóru manna róteringuna sína á hreinu. „Við erum bara að spila á þeim leikmönnum sem hverju sinni við viljum spila. Raggi stóð sig frábærlega, tók 9 fráköst en aðeins kannski að þvinga þessu í lokin. En við erum bara að reyna að setja saman 40 mínútur þar sem við erum að spila vel.“ Daníel Guðni: Tókum þetta á seiglunni Daníel Guðni fagnar ásamt leikmönnum sínum í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindvíkinga var að vonum sáttur eftir sigurinn á Ásvöllum í kvöld. „Þeir mættu mjög flottir, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Þeir léku á alls oddi, allir leikmennirnir þeirra og við áttum bara í stökustu vandræðum. En við vorum búnir að ræða fyrir leikinn að svona moment, þegar þjálfarinn fer þá fá leikmenn stundum ákveðið sjálftraust. Þeir hafa engu að tapa og svo framvegis.“ Grindvíkingar lentu fljótlega undir en þeir höfðu allan tímann trú á því að þeir myndu snúa taflinu sér í hag: „Við lentum einhverjum 20 stigum undir í fyrsta leikhluta, en við sóttum bara til baka hægt og bítandi. Við vissum að þetta myndi koma og kannski okkar sterkustu sóknarmenn ekki að finna sig í fyrri hálfleik. Svo tókum við þetta á seiglunni.“ Grindvíkingar voru án eins síns sterkasta leikmanns, hins reynslumikla Ólafs Ólafssonar. „Já Óli fór í eitthvað sjónvarpsblokk á æfingu og er meiddur.“ Leikplan Grindavíkur gegn sóknarleik Hauka gekk mjög vel upp seinni hluta leiksins. „Já, við vorum að gera of mikið af mistökum út frá því sem við vissum um þá. Við þekkjum ákveðin kerfi hjá þeim þar sem þeir hlaupa mikið og við létum til að mynda einn leikmanninn þeirra fá algerlega opin skot. Hann var að ég held núll af sjö [0/7] í þeim þriggja stiga skotum.“ Dagur Kár: Búið að vera bras á okkur í vetur gegn þessum smærri liðum Dagur Kár var sáttur með sigurinn. Dagur Kár Jónsson leikstjórnandi Grindavíkur var að vonum ánægður með sigurinn. Haukarnir byrjuðu mun betur og áttu gestirnir erfitt með að mæta ákefðinni sem þeir buðu uppá ,,Þetta er búið að vera bras hjá okkur í vetur á móti þessum smærri liðum, eða liðunum sem eru neðarlega í töflunni, að mæta tilbúnir. Sem er bara lélegt hjá okkur. En við gerðum vel að svara og spiluðum vel í öðrum leikhluta.’’ Grindvíkingar sóttu að Haukum langstærstan hluta leiksins án þess þó að ná að komast yfir, sem getur oft verið þreytandi. Að brjóta aldrei ísinn. ,,Við breyttum engu spilalega séð, töluðum um að vera meira töff. Við vorum að láta þá ýta okkur út úr kerfunum en við vorum svo bara sterkari í vörn og vorum ,,mentally tough´´ í lokin.’’ Dagur Kár var einnig ánægður með innkomu og spilamennski Kristófers Breka í leiknum. ,,Breki spilar frábæra vörn í hverjum einasta leik og fær lítið kredit fyrir það. Hann heldur að ég held kananum þeirra í núll stigum í síðari hálfleik. Hann gerir þetta leik eftir leik en það vill enginn tala um það því hann setur ekki 20 stig á töfluna.’’ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum