Réttlát umskipti í loftslagsmálum Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa 18. mars 2021 12:01 Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun