Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi í byggingu á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. mars 2021 20:21 Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi, sem er nú í byggingu á Selfossi, blokk upp á tæplega 19 metra hæð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hæsta íbúðarhúsið á Suðurlandi er nú að rísa en það er sex hæða blokk upp á tæpa nítján metra á Selfossi. 35 íbúðir verða í blokkinni en nú þegar er búið að taka 26 íbúðir frá þrátt fyrir að engin íbúð hafi verið auglýst til sölu enn þá. Það er Pálmatré sem byggir blokkina en hún hefur risið á örskotshraða í austurbænum í grennd við hesthúsahverfið á Selfossi. Útsýnið af þaki blokkarinnar eru mjög fallegt og víðsýnt. „Þetta eru sex hæðir, sem gerir hæðina einhverja nítján metra upp á hæsta topp frá jörðu. Það er mikið útsýni af þakinu, útsýni í allar áttir. Hér er mikið flatlendi þannig að það eru engin fjöll, sem skyggja á nema bara í fjarska,“ segir Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés. 35 íbúðir eru í blokkinni en Pálmi er ekkert farin að auglýsa íbúðirnar en samt er búið að taka frá 26 íbúðir af áhugasömum kaupendum. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés, sem byggir sex hæða blokkina á Selfossi hér staddur upp á þaki blokkarinnar þar sem sést vel til allra átta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það virðist vera mikill áhugi á þessu hérna, við virðust vera að hitta inn á einhverjar stærðir eða gerðir af íbúðum, sem virðist henta hér á þessu svæði. Við erum ekkert farnir að auglýsa en urðum að láta undan og opna inn á pöntunarlista, það er vissulega gaman af því. Það er náttúrulega allt í gangi hér á Selfossi enda er þetta líka blómlegur staður að vera á, stutt í sveitina og stutt í borgina, þetta er bara flott samfélag sem gott er að búa í,“ bætir Pálmi við. Pálmi segist stefna að því að byggja að minnsta kosti eina samskonar blokk í viðbót við hlið nýju blokkarinnar og kannski fleiri í framtíðinni. Hér má sjá endanlegt útlit blokkarinnar en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í desember næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Það er Pálmatré sem byggir blokkina en hún hefur risið á örskotshraða í austurbænum í grennd við hesthúsahverfið á Selfossi. Útsýnið af þaki blokkarinnar eru mjög fallegt og víðsýnt. „Þetta eru sex hæðir, sem gerir hæðina einhverja nítján metra upp á hæsta topp frá jörðu. Það er mikið útsýni af þakinu, útsýni í allar áttir. Hér er mikið flatlendi þannig að það eru engin fjöll, sem skyggja á nema bara í fjarska,“ segir Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés. 35 íbúðir eru í blokkinni en Pálmi er ekkert farin að auglýsa íbúðirnar en samt er búið að taka frá 26 íbúðir af áhugasömum kaupendum. Pálmi Pálsson, eigandi Pálmatrés, sem byggir sex hæða blokkina á Selfossi hér staddur upp á þaki blokkarinnar þar sem sést vel til allra átta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, það virðist vera mikill áhugi á þessu hérna, við virðust vera að hitta inn á einhverjar stærðir eða gerðir af íbúðum, sem virðist henta hér á þessu svæði. Við erum ekkert farnir að auglýsa en urðum að láta undan og opna inn á pöntunarlista, það er vissulega gaman af því. Það er náttúrulega allt í gangi hér á Selfossi enda er þetta líka blómlegur staður að vera á, stutt í sveitina og stutt í borgina, þetta er bara flott samfélag sem gott er að búa í,“ bætir Pálmi við. Pálmi segist stefna að því að byggja að minnsta kosti eina samskonar blokk í viðbót við hlið nýju blokkarinnar og kannski fleiri í framtíðinni. Hér má sjá endanlegt útlit blokkarinnar en fyrstu íbúðirnar verða afhentar í desember næstkomandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira