Nýjar landamærareglur á Íslandi einsdæmi í Evrópu Heimir Már Pétursson skrifar 17. mars 2021 19:21 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti stöðu þeirra gagnvart COVID-19. Nýjar reglur varðandi vottorð ferðamanna utan Schengens sem taka gildi á morgun eru einsdæmi innan Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag tillögu um stafrænt grænt vottorð sem fólk geti haft í símum sínum og geti staðfest þrennt. Að einstaklingur hafi verið bólusettur gegn COVID-19, fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku eða jafnað sig á COVID-19. Græna vottorðið verði rafrænt og/eða á pappír, með QR kóða, fáist án endurgjalds, verði á móðurmáli hvers ríkis og á ensku, verði öruggt og áræðnalegt og gildi í öllum aðildarríkjum og þar með á Evrópska efnahagssvæðinu. Yfirvöld í hverju landi sjái um útgáfu græna vottorðsins sem geti til dæmis verið gefið út af sjúkrahúsum, sýnatökustöðum og heilbrigðisyfirvöldum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir útgáfu þessa vottorðs geta auðveldað framkvæmd litakerfisins sem íslensk stjórnvöld stefni á að taka upp frá og með 1. maí. Hins vegar hefur ekkert evrópuríki tekið upp þá reglu að bólusett fólk utan Schengen eða sem fengið hefur COVID 19 og jafnað sig geti ferðast til þeirra. Dómsmálaráðherra segir óréttlátt að mismuna fólki innan Evrópu eftir því hvort það býr innan eða utan Schengen og fólki annars staðar utan Evrópu sem hafi verið bólusett eða komist yfir COVID-19 sjúkdóminn.Vísir/Vilhelm Hvers vegna förum við þá þessa leið og göngum lengra? „Vegna þess að við erum nú þegar að samþykkja bólusetningarvottorð innan Evrópu frá þeim sem hingað vilja koma. Geta þá gert það án sóttvarnaráðstafana á landamærum. Við erum auðvitað fullvalda þjóð og eyja í þokkabót sem getur tekið sínar sjálfstæðu ákvarðanir,“ segir Áslaug Arna. Það væri ómálefnalegt að mismuna bæði fólki innan og utan Evrópu sem væri komið með bólusetningarvottorð eða búið að fá sjúkdóminn. Enda reglurnar settar til að stoppa veiruna sjálfa. Dómsmálaráðherra segir reglugerð um þetta taka gildi um leið og hún verði birt sennilega á morgun. Þetta brjóti ekki gegn Schengen samkomulaginu enda sé það sett um frjálsa för fólks. Hins vegar geti farið svo að fólk utan Schengen komist ekki lengra en til Íslands. „Við höfum tekið upp innra landamæraeftirlit og myndum þá láta önnur lönd vita af ferðum þeirra. Flest lönd eins og öll Norðurlöndin eru með innra landamæraeftirlit í dag. Þannig að ég myndi ekki telja það vandkvæðum bundið ef þau vilja ekki taka á móti þeim héðan.” Þannig að það gæti alveg verið að fólk sem ætlaði sér áfram til Evrópu kæmist ekki lengra en til Íslands? „Já, það getur vel verið. Við erum að bjóða fólk velkomið hingað sem hefur verið bólusett eða búið að fá COVID,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Evrópusambandið Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira