KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Lina Pikciuté gefur Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot. stöð 2 sport KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði. „Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
„Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31
Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00
Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00
Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31