KR-ingar gáttaðir á því að Lina Pikciuté sleppi við bann fyrir olnbogaskotið: „Ásetningur af versta tagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 16:01 Lina Pikciuté gefur Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot. stöð 2 sport KR-ingar eru afar ósáttir við að Fjölniskonan Lina Pikciuté hafi sloppið við bann fyrir að gefa Unni Töru Jónsdóttur olnbogaskot í leik liðanna í Domino's deild kvenna fyrr í þessum mánuði. „Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
„Ég var að fá svar frá KKÍ þar sem dómaranefnd metur þetta sem U-villu í leik en ekki D-villu og kæra því ekki atvikið,“ sagði Böðvar E. Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við Vísi í dag. Brot Pikciutés var með öðrum orðum metið sem óíþróttamannsleg villa en ekki brottrekstrarvilla. Það finnst KR-ingum illskiljanlegt. „Kærufresturinn er liðinn. Félögin geta kært sjö sólarhringum eftir leik en það eru tvær vikur síðan leikurinn fór fram. Við í KR áttum von á að þetta yrði tekið fyrir og leikmaðurinn dæmdur í eins eða tveggja leikja bann. Þess vegna er ótrúlegt að dómaranefnd hafi metið þetta atvik eins og þeir gerðu því það kemur fram á myndbandi að þetta er ásetningur af versta tagi,“ sagði Böðvar. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Olnbogaskot Linu Pikciuté Ekki er langt síðan Nikita Telesford, leikmaður Skallagríms, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að gefa Valskonunni Hildi Björgu Kjartansdóttur olnbogaskot. „Ég veit ekki hvort dómaranefnd sé að fara í manngreinarálit. Það er nýbúið að dæma hana [Telesford] fyrir fólskuleg brot á Hildi Björgu en svo fáum við þessa blautu tusku í andlitið. Það er magnað að dómarinn, sem var beint fyrir framan þetta, hafi ekki séð þetta og að dómaranefndin, sem er skipuð reynslumiklum mönnum, vísi þessu frá er óboðlegt,“ sagði Böðvar. „Það er eitthvað mikið að, ég held að hver einn og einasti sem hafi skoðað þetta atvik sjái að þetta var viljandi gert og þetta á að vera bann. Misræmið í þessum dómum er svo mikið að ég trúi ekki öðru en þetta verði tekið aftur fyrir og þeir geri það eina rétta í stöðunni og dæma þennan leikmann í bann.“ KR sækir Keflavík heim í Domino's deildinni í kvöld. KR-ingar eru með tvö stig á botni deildarinnar. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild kvenna KR Tengdar fréttir Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31 Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00 Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00 Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Körfubolti Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Sjá meira
Fóru yfir „rosalega ljótt“ olnbogaskot í leik KR og Fjölnis Sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds finnst líklegt að Lina Pikciuté, leikmaður Fjölnis, sé á leið í leikbann. 5. mars 2021 13:31
Sögðu olnbogaskot Nikitu Telesford mjög ljótt Olnbogaskot Nikitu Telesford í leik Skallagríms og Vals í Domino's deild kvenna voru til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. 26. febrúar 2021 13:00
Nikita dæmd í tveggja leikja bann fyrir olnbogaskotin Skallagrímskonur verða án lykilmanns í næstu tveimur leikjum sínum í Domino´s deildinni. 25. febrúar 2021 13:00
Gaf Hildi tvö olnbogaskot á innan við mínútu og var rekin út úr húsi Olnboganir flugu í leik Skallagríms og Vals í kvennakörfunni í gær. Hér má sjá þegar íslenski landsliðsmiðherjinn fékk að finna fyrir því í Fjósinu. 22. febrúar 2021 09:31