Er Davíð Snorri að ljúga eða veit hann ekki betur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. mars 2021 09:01 Davíð Snorri Jónsson er að fara að stýra 21 árs landsliðinu í fyrsta sinn á EM en hann hefur samt lengi starfað fyrir KSÍ. Getty/Alex Grimm UEFA var ekki að leka neinum upplýsingum um íslenska EM-hópinn að mati Guðmundar Benediktssonar sem vill þó ekki trúa því að þjálfari 21 árs landsliðsins hafi verið að ljúga að íslenskum fjölmiðlamönnum í gær. Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Sportinu í dag á Vísi og þar var auðvitað talað um „lekann“ á UEFA-síðunni þar sem sjá mátti lokahóp 21 árs landsliðs Íslands á EM tveimur dögum áður en KSÍ ráðgerði að tilkynna hópinn. Henry Birgir Gunnarsson og Ríkharð Óskar Guðnason voru með Sportið í dag að þessu sinni og þeir fengu Guðmund Benediktsson til að leysa Kjartan Atla Kjartansson af. „Gummi kom með Twitter færslu, ég veit ekki hvort að hópnum hafi verið lekið inn á UEFA síðuna eða að þetta hafi verið mistök og UEFA hafi sett hópinn óvart inn. Nú er KSÍ að reyna að draga þetta til baka og segja að þetta hafi verið einhvers konar drög,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í upphafi umræðunnar. „Var þetta leki Gummi eða var ekki bara verið að birta alla hópana,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er enginn leki í gangi. Ég held að allar þjóðirnar hafi verið búin að tilkynna leikmannahópa sína í gær. Þá fór ég að hugsa: Af hverju erum við með blaðamannafund á fimmtudaginn? Fyrir allar svona keppnir þá er lokafrestur til að skila inn hópnum. Þú getur ekki breytt honum eftir það nema að þú getur tekið einhverja úr honum. Þú getur ekki tekið einhvern inn nema að það meiðist einhver alvarlega eins og markvörður,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Ég fór að velta þessu fyrir mér í gærkvöldi og svo fékk ég staðfestingu á því í morgun að hópurinn væri kominn inn hjá UEFA. Það er enginn leki. Það er búið að skila inn hópunum og UEFA birti alla hópana í morgun,“ sagði Guðmundur. „Það stendur í reglunum að þú þurfir að gera þetta tíu dögum fyrir fyrsta leik,“ sagði Ríkharð Óskar. „Ég held að það séu bara níu daga í fyrsta leik,“ sagði Guðmundur. „Þannig að það þurfti að skila þessu inn í gær,“ sagði Ríkharð og er þá að tala um á mánudaginn. „Þjóðirnar voru að birta hópana sína af því að þær vissu að þær voru ekkert að fara að breyta þeim. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mér finnst Knattspyrnusambandið ætla að reyna að fresta því að tilkynna leikmannahópa og eitthvað svona. Þeir fá það bara í bakið svona,“ sagði Guðmundur. „Þá er komið að þeirri spurningu. Af hverju heldur þá Davíð Snorri áfram og KSÍ að segja að þetta séu drög að hópi og reyna að draga í land. Af hverju segja þau ekki: Jú, þetta er hópurinn,“ spurði Ríkharð og beindi orðum sínum til Henrys. „Davíð Snorri fer nú úr einu viðtali í annað og segir það sama að þetta séu drög að hóp og það sé ekkert ólíklegt að það verði gerðar breytingar á hópnum. Ha. Ef þetta eru reglurnar og það eru bara tíu dagar í mót þá er hann bara að ljúga. Þá spyr maður sig. Af hverju?,“ sagði Henry Birgir. „Ég vil ekki trúa því að hann sé að ljúga þessu. Þá held ég bara að hann viti ekki betur því þetta er alveg ofboðslega furðulegt. Þetta stendur skýrt í reglum keppninnar. Þetta er bara svona. Tíu dögum fyrir keppni verður þú að vera búinn að staðfesta hópinn þinn,“ sagði Guðmundur. Það má finna þessa umfjöllun sem og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira