Gul viðvörun og allt að fimmtán stiga hiti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:57 Hæstu hitatölur dagsins verða á Austurlandi ef spár Veðurstofunnar ganga eftir. Vísir/Vilhelm Víðáttumikil hæð sem er skammt vestur af Írlandi beinir hlýjum og rökum vindum til okkar en á Norður- og Austurlandi verður úrkomulítið auk þess sem þar munu jafnframt mælast hæstu hitatölurnar. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en í staðaspánni segir að í dag sé spáð fimm til fimmtán stiga hita þar sem hlýjast verður austanlands. Spáin er svo aðeins önnur fyrir Snæfellsnesið þar sem Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð sem gildir fram á nótt. Á viðvörunarvef stofnunarinnar segir: „Sunnan stormur 20 - 25 m/s á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát.“ Á föstudag gefur hæðin síðan eftir. Þá sækir svalara loft úr vestri að landinu með skúrum en síðar éljum á vesturhluta landsins. „Áfram helst þó að mestu þurrt og hlýtt fyrir austan. Annars breytilegt veður um helgina, úrkomusamt á köflum og hitasveiflur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast austanlands. Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning en að yfirleitt bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast austast. Á föstudag: Suðvestan 10-15 m/s og rigning í fyrstu, en síðar skúrir eða él. Heldur hægara og bjartviðri A-til og kólnandi veður. Á laugardag (vorjafndægur): Breytilegar áttir með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Stífar sunnan- og suðvestanáttir með rigningu í fyrstu, en síðar skúrum eða éljum. Lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en léttskýjað eystra. Víða vægt frost. Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira
Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands en í staðaspánni segir að í dag sé spáð fimm til fimmtán stiga hita þar sem hlýjast verður austanlands. Spáin er svo aðeins önnur fyrir Snæfellsnesið þar sem Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Breiðafjörð sem gildir fram á nótt. Á viðvörunarvef stofnunarinnar segir: „Sunnan stormur 20 - 25 m/s á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólk er hvatt til þess að sýna aðgát.“ Á föstudag gefur hæðin síðan eftir. Þá sækir svalara loft úr vestri að landinu með skúrum en síðar éljum á vesturhluta landsins. „Áfram helst þó að mestu þurrt og hlýtt fyrir austan. Annars breytilegt veður um helgina, úrkomusamt á köflum og hitasveiflur,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt, víða 8-15 m/s og dálítil rigning eða súld, en 15-23 m/s á norðanverðu Snæfellsnesi fram á nótt. Skýjað, en þurrt að mestu á N- og A-landi. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast austanlands. Á fimmtudag: Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning en að yfirleitt bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast austast. Á föstudag: Suðvestan 10-15 m/s og rigning í fyrstu, en síðar skúrir eða él. Heldur hægara og bjartviðri A-til og kólnandi veður. Á laugardag (vorjafndægur): Breytilegar áttir með slyddu eða rigningu í flestum landshlutum og hiti 1 til 6 stig. Á sunnudag: Stífar sunnan- og suðvestanáttir með rigningu í fyrstu, en síðar skúrum eða éljum. Lengst af þurrt norðaustanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á mánudag: Útlit fyrir suðvestanátt með éljum, en léttskýjað eystra. Víða vægt frost.
Veður Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Blautt víðast hvar Dálítil rigning og lægðir á sveimi Væta með köflum og dregur úr vindi Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Hvasst og samfelld rigning austast Má reikna með vatnavöxtum suðaustantil Rigning í dag Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Sjá meira