Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2021 18:45 Vísir/HÞ Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa tekið breytingum undanfarinn sólarhring. Stórum skjálftum hefur fækkað og eru þeir minni en áður. Virkni er samt sem áður mikil enda fleiri en fjörutíu þúsund skjálftar mælst frá því hrinan hófst fyrir tuttugu dögum. Íslenskar orkurannsóknir hafa fylgst vel með þróun jarðhræringanna og segir jarðeðlifræðingur að skjálftavirkni hafi verið að færast til við Fagradalsfjall aftur í átt að Keili. „Það mundi segja mér að kemst ekki lengra til suðvesturs og er að reyna að finna sér leið til norðausturs,“ segir Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslensku orkurannsóknum. Frá þeim gögnum sem rýnt hefur verið í síðustu daga segir Þorbjörg að kvikugangur sé í dag um átta kílómetra langur, fjórir kílómetrar á hæð og líklega ekki nema metri á breidd. Talið er að skjálftavirknin sé undir kvikuganginum. Þorbjörg Ágústsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Íslenskum orkurannsóknum.Vísir/Egill „Ef þið hugsið ykkur að kvikan hegði sér eins og vatn og vatn flæðir bara þangað þar sem það er auðveldast. Þó að þetta sé á kílómetra til fimm kílómetra dýpi þá er sama lögmál. Núna er er að á leið til norðausturs en það er ekki útilokað að það fari aftur til baka,“ segir Þorbjörg. Ekki er hægt að segja til um hvort kvikan nái til yfirborðs eða hvort það verði eldgos yfir höfuð. „Enn sem komið er, er einfaldara og auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg útskýrir kvikuganginn við Fagradalsfjall.Vísir/Egill Með tilheyrandi hreyfingum á jarðskorpunni. Staðsetning kvikugangsins hefur komið sérfræðingum á óvart miðað við önnur svæði á Reykjanesskaga. „Það eru mjög fáar gossprungur, þið sjáið lítið af rauðu strikum. Það eru miklu fleiri á Krýsuvíkursvæðinu til dæmis. Eins er heldur engin ummyndun á yfirborði sem segir okkur til um jarðhita. Þannig að þetta virðist vera frekar kalt svæði miðað við Reykjanesið, Svartsengi og Krýsuvík,“ segir Þorbjörg.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Sjá meira
Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. 16. mars 2021 15:45
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. 16. mars 2021 14:17