Sportið í dag: Fengu leikmenn að velja hvort þeir spiluðu með A- eða U-21 árs landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 10:30 Úr leik með U-21 árs landsliðinu í undankeppni EM. vísir/vilhelm Strákarnir í Sportinu í dag veltu því fyrir hvort leikmenn sem eru bæði gjaldgengir í A- og U-21 árs landslið Íslands í fótbolta hefðu fengið að velja hvoru landsliðinu þeir spiluðu með í þessum mánuði. Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Hópur U-21 árs landsliðsins fyrir EM í Ungverjalandi var birtur í gær þótt KSÍ hafi ætlað að kynna hann á fimmtudaginn. Athygli vakti að Alfons Sampsted og Arnór Sigurðsson voru ekki í EM-hópnum en þeir verða þá væntanlega með A-landsliðinu í þremur leikjum þess í undankeppni HM 2022. Leikirnir fara fram sömu daga og leikir U-21 árs landsliðsins á EM. „Það hlýtur að vera niðurstaðan að Alfons og Arnór verði með A-landsliðinu. Síðan sjáum við stráka sem hafa verið í hópnum hjá A-landsliðinu undanfarna mánuði sem eru í U-21 árs liðinu,“ sagði Guðmundur Benediktsson sem leysti Kjartan Atla Kjartansson af í Sportinu í dag. „Ég heyrði einhvers staðar orðróm um það, og sel það ekki dýrara en ég keypti það, þessir leikmenn sem eru gjaldgengir í þessa keppni hafi fengið val hvort þeir vildu fara með U-21 árs eða A-landsliðinu, því þeir hafi allir verið inni í myndinni.“ Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson sögðust finna til með nýjum þjálfara U-21 árs landsliðsins, Davíð Snorra Jónassyni, sem fær afar knappan tíma til að undirbúa fyrstu leiki liðsins undir sinni stjórn. „Það eru engir leikir og hann þarf að vinna með það sem búið var að gera,“ sagði Henry Birgir. Hann sagði að ef leikmenn hafi fengið að velja milli landsliða minni það á þegar gullkynslóðin svokallaða spilaði frekar leiki í umspili um sæti á EM en leiki með A-landsliðinu. „Stóri munurinn er að A-landsliðið er að byrja nýja undankeppni en á þessum tíma var það í einhverju þroti í sinni undankeppni. Það var auðveldara að setja alla á stórmótið og Óli Jóh var svo bara brjálaður að fá ekki strákana,“ sagði Henry Birgir. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01 „Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45 UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Sjá meira
Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. 16. mars 2021 10:01
„Veit ekki alveg af hverju þeir birta þetta“ „Þetta eru drög,“ segir Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðs karla í fótbolta, um EM-hópinn sem UEFA hefur birt á heimasíðu sinni. Enn geti orðið breytingar á hópnum. 16. mars 2021 09:45
UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49
Danir í sömu stöðu og Íslendingar: „Mjög óheppilegt“ Danir tilkynntu í gær hvaða leikmenn fara með U21 árs landsliðinu á EM og mæta þar meðal annars Íslandi sem og hvaða leikmenn munu taka þátt í undankeppninni með A-landsliðinu. 16. mars 2021 07:00