Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 08:02 Sumarkomuna á norðurhvelinu ætti ekki að nota til að færa rök fyrir afléttingu sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan. Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan.
Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Sjá meira