Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira