Bætir stöðuna gagnvart mikilvægum mörkuðum í Bretlandi og Bandaríkjunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. mars 2021 14:46 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Ferðamálaráðherra telur að nýjar reglur um bólusetningar- og mótefnavottorð utan Schengen-ríkja breyti stöðu ferðaþjónustunnar talsvert til hins betra. Þetta gefi greininni tækifæri til að markaðssetja sig fyrir ferðamenn frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Asíu. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að taka gild bólusetningar- og mótefnavottorð farþega sem koma til landsins frá ríkjum utan Schengen. Vottorðin þurfa að uppfylla skilyrði sóttvarnalæknis eins og verið hefur hingað til. Þau sem framvísa slíkum vottorðum þurfa hvorki að fara í sýnatöku eða sóttkví né framvísa vottorði um neikvætt PCR-próf á landamærum. „Þetta breytir stöðunni mjög gagnvart löndum utan Schengen sem eru mikilvægir markaðir fyrir okkur. Dæmi eru Bretland, Bandaríkin og Asía líka. Þannig að þetta breytir stöðunni töluvert,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún benti á að sístækkandi hópur væri nú bólusettur fyrir kórónuveirunni. „Þannig að það að við séum að gefa það út að við tökum það gilt þegar fólk er með gilt vottorð um að það sé ýmist komið með bóluefni eða er með mótefni, það eykur svigrúm og tækifæri ferðaþjónustufyrirtækja til að markaðssetja sig og markaðssetja Ísland sem áfangastað fyrir fólkið sem er þá öruggt. Þannig að þetta eru mjög góðar fréttir þannig að ég held að þetta breyti stöðunni töluvert fyrir atvinnugreinina.“ Áfram háð því sem gerist annars staðar Innt eftir því hvernig komist yrði hjá því að fólk komist inn í landið með fölsuð vottorð sagði Þórdís það í raun sjálfstætt verkefni. „Að tryggja að við erum að sjálfsögðu eingöngu að taka við vottorðum sem eru gild og sönn og erum þar í góðu sambandi við til að mynda Eistland.“ Aðeins verða tekin gild vottorð um bólusetningu með þeim bóluefnum sem fengið hafa markaðsleyfi í Evrópu, þ.e. Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Ef önnur bóluefni fá markaðsleyfi verði þau einnig tekin gild, sagði Þórdís. Þá kvað hún það ekki liggja fyrir hversu margir ferðamenn gætu komið til landsins á næstu mánuðum og misserum. „Þetta er töluvert stór breyta í þeim efnum. Áfram erum við háð því sem gerist annars staðar. […] En það kann að vera að þetta breyti þessum sviðsmyndum og það þá með ívilnandi hætti. Þetta eru góðar fréttir og það er ákveðin bjartsýni sem fylgir þessu. Þetta eykur mjög tækifæri fólks til að sækja fram.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira