Körfubolti

NBA dagsins: Nets sluppu með skrekkinn og Antetokounmpo með þrennu þriðja leikinn í röð

Sindri Sverrisson skrifar
Giannis Antetokounmpo var magnaður í nótt eins og svo oft áður.
Giannis Antetokounmpo var magnaður í nótt eins og svo oft áður. Getty/Patrick Smith

Spennandi New York-slagur, þriðja þrennan í röð frá Giannis Antekounmpo og öruggur sigur meistara Los Angeles Lakers eru meðal þess sem sjá má í NBA dagsins hér á Vísi.

New York Knicks hleypti mikilli spennu í leikinn við Brooklyn Nets í fjórða leikhluta. Knicks fengu tækifæri til að jafna metin úr þriggja stiga körfu í lokin en boltinn var dæmdur af þeim við litla kátínu. Lykilatriðin í lok leiksins má sjá í myndbandinu hér að neðan ásamt fleiru.

Klippa: NBA dagsins 16. mars

Giannis Antetokounmpo var aðalmaðurinn í öruggum sigri Milwaukee Bucks á Washington Wizards og skoraði körfur af öllum gerðum. Hann náði þrefaldri tvennu með því að skora 31 stig, taka 15 fráköst og gefa 10 stoðsendingar, í 133-122 sigri.

Stephen Curry skoraði 27 stig en það dugði skammt fyrir Golden State Warriors sem töpuðu 128-97 gegn Lakers. LeBron James skoraði 22 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Helstu svipmyndir úr leikjunum og tíu bestu tilþrifin úr leikjum næturinnar má sjá í myndbandinu hér að ofan.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×