Þá kom í ljós að hinn 99 ára gamli prins var með sýking og hefur hann einnig lagst undir hnífinn vegna eldri kvilla í hjarta.
Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni, sem Sky News vitna í, eru færðar þakkir frá prinsinum til allra þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem önnuðust hann og allra þeirra sem hafa sent honum kveðjur.
Sky segir Filippus aldrei hafa verið svo lengi á sjúkrahúsi áður.
Filippus verður hundrað ára gamall í júní. Hann er sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hefur borið þann titil lengst.