Avatar aftur á toppinn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 12:10 Avatar var endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína um helgina. Kvikmyndin Avatar frá árinu 2009 er aftur orðin arðbærasta kvikmynd sögunnar, eftir að hún var nýverið endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Avengers: Endgame hafði tekið efsta sætið af Avatar sumarið 2019. Avatar halaði inn fjórum milljónum dala í kvikmyndahúsum í Kína á föstudaginn og fór þar með yfir Endgame aftur. Á heimsvísu hafa áhorfendur greitt alls rúmlega 2,8 milljarða dala til að sjá Avatar, samkvæmt frétt CNN, en það samsvarar um um 360 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Deadline hefur Endgame halað inn 2,797 milljörðum dala. Irayo to our fans in China for coming out to see Avatar on the big screen this weekend! This crown belongs to Na vi Nation - it couldn t have happened without you. @jonlandau @JimCameron pic.twitter.com/6PWgrV1geg— Avatar (@officialavatar) March 13, 2021 Leikstjórinn James Cameron sló eigið met þegar Avatar verð tekjuhæsta myndin árið 2010. Þar áður var Titanic, sem Cameron leikstýrði einnig, sú tekjuhæsta kvikmynd sem hafði verið framleidd. Allar myndirnar þrjár eru nú í eigu Disney. Þegar Endgame tók fram úr Avatar birti Cameron mynd af Iron Man á Pandoru. Congratulations, @MarvelStudios! pic.twitter.com/DWZDX0uDVi— Avatar (@officialavatar) July 22, 2019 Sjá einnig: James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Bræðurnir Joe og Anthony Russo, leikstjórar Endgame, virðast sömuleiðis hafa tekið þessum nýjustu fregnum vel og hrósuðu Cameron á instagram. View this post on Instagram A post shared by The Russo Brothers (@therussobrothers) Cameron hefur um árabil unnið að gerð fjögurra nýrra kvikmynda í söguheimi Avatar. Frumsýningu fyrstu framhaldsmyndarinnar hefur ítrekað verið frestað og stendur nú til að frumsýna hana í desember á næsta ári. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á framleiðslu myndanna en Cameron sagði í september í fyrra að tökum fyrir Avatar 2 væri lokið og Avatar 3 væri langt komin. Congratulations to @JimCameron ,@JonLandau , and ALL of Na'vi Nation for reclaiming the box office crown! We love you 3000. @OfficialAvatar pic.twitter.com/WlMWRcL15y— Marvel Studios (@MarvelStudios) March 13, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Avatar halaði inn fjórum milljónum dala í kvikmyndahúsum í Kína á föstudaginn og fór þar með yfir Endgame aftur. Á heimsvísu hafa áhorfendur greitt alls rúmlega 2,8 milljarða dala til að sjá Avatar, samkvæmt frétt CNN, en það samsvarar um um 360 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Deadline hefur Endgame halað inn 2,797 milljörðum dala. Irayo to our fans in China for coming out to see Avatar on the big screen this weekend! This crown belongs to Na vi Nation - it couldn t have happened without you. @jonlandau @JimCameron pic.twitter.com/6PWgrV1geg— Avatar (@officialavatar) March 13, 2021 Leikstjórinn James Cameron sló eigið met þegar Avatar verð tekjuhæsta myndin árið 2010. Þar áður var Titanic, sem Cameron leikstýrði einnig, sú tekjuhæsta kvikmynd sem hafði verið framleidd. Allar myndirnar þrjár eru nú í eigu Disney. Þegar Endgame tók fram úr Avatar birti Cameron mynd af Iron Man á Pandoru. Congratulations, @MarvelStudios! pic.twitter.com/DWZDX0uDVi— Avatar (@officialavatar) July 22, 2019 Sjá einnig: James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Bræðurnir Joe og Anthony Russo, leikstjórar Endgame, virðast sömuleiðis hafa tekið þessum nýjustu fregnum vel og hrósuðu Cameron á instagram. View this post on Instagram A post shared by The Russo Brothers (@therussobrothers) Cameron hefur um árabil unnið að gerð fjögurra nýrra kvikmynda í söguheimi Avatar. Frumsýningu fyrstu framhaldsmyndarinnar hefur ítrekað verið frestað og stendur nú til að frumsýna hana í desember á næsta ári. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á framleiðslu myndanna en Cameron sagði í september í fyrra að tökum fyrir Avatar 2 væri lokið og Avatar 3 væri langt komin. Congratulations to @JimCameron ,@JonLandau , and ALL of Na'vi Nation for reclaiming the box office crown! We love you 3000. @OfficialAvatar pic.twitter.com/WlMWRcL15y— Marvel Studios (@MarvelStudios) March 13, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira