Húsbyggingar þola vel jarðskjálftaálagið undanfarið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. mars 2021 18:31 Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Vísir/Sigurjón Sérfræðingur hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands segir hús hér á landi þola vel langvarandi skjálftahrinu eins og staðið hefur undanfarið. Það sé ekki fyrr en skjálftar verð sex eða stærri að þeir geti haft áhrif á burðavirki húsa. Þó slíkur skjálfti yrði í tengslum við hrinuna á Reykjanesi þá yrði hann það fjarri byggð að hann myndi líklega ekki hafa áhrif á burðavirki húsa. Fimmtíu þúsund skjálftar hafa orðið frá því hrinan hófst. Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Frá því jarðskjalftahrinan hófst á Reykjanesi hafa orðið þar næstum fimmtíuþúsund jarðskjálftar. Sex á bilinu fimm til fimm komma sjö, 53 á bilinu fjórir til tæplega fimm og 524 þrír til tæplega fjórir að stærð. Skjálftar á Reykjanesi frá 24. febrúar 2021.Vísir/Sigurjón Jón Örvar Bjarnason sérfræðingur í tjóna-og áhættumati hjá Náttúruhamfaratryggingu segir að hús hér á landi standi af sér slíkt álag. „Það er í undantekningatilfellum að það verða skemmdir á burðavirkjum húsa í skjálftum sem eru undir sex. Á meðan skjálfti er ekki stærri en það getur húsið þolað mjög marga skjálfta. Þó það komi kannski minniháttar sprungur eða örfínar skemmdir þá er það ekki til að hafa áhyggjur af,“ segir Jón Örvar. Þyrftum marga skjálfta yfir sex til að þurfa að hafa áhyggjur Aðspurður um hvað þurfi þá til svo það verði mögulegar skemmdir á burðavirkjum húsa svarar Jón. „Við þyrftum mjög stóra og marga skjálfta til að þurfa að hafa áhyggjur. Það gæti haft þau áhrif að burðarþol húsa myndi smám saman minnka en það er ekki sú atburðarrás sem við erum að horfa uppá núna,“ segir Jón Örvar. Hann bendir á að ekkert hús hafi til dæmis hrunið í stóru Suðurlandsskjálftunum árin 2000 og 2008. „Þá varð tjón á burðavirkjum en ekkert hús hrundi hins vegar í þeim atburðum,“ segir hann. Hann segir að jafnvel þó það yrði skjálfti uppá 6,5 þá yrði hann það fjarri byggð að ólíklegt væri að hann hefði mikil áhrif á burðavirki húsa. „Flestir byggingar eru mjög langt frá upptökum slíks skjálfta þess vegna við höfum við mjög litlar áhyggjur af því að það yrðu meiriháttar skemmdir á húsnæði, hins vegar gæti orðið minniháttar tjón á mjög mörgum eignum því fjöldi þeirra er svo mikill á svæðinu. Náttúruhamfaratrygging hefur fengið alls 54 tjónatilkynningar frá því hrinan hófst. Langflestar eru í Reykjavík og Hafnarfirði átta úr Grindavík og ein frá Árborg og Akranesi. Langflestar tilkynningarnar eru minniháttar. Tjónatilkynningar eftir svæðum frá því jarðskjálftahrinan hófst í febrúar.Vísir/Sigurjón
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Húsnæðismál Tengdar fréttir Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Fleiri fréttir Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Sjá meira
Um 50 tjónatilkynningar frá ellefu sveitarfélögum frá upphafi jarðskjálftahrinu Framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir íslensk hús þola vel það stöðuga jarðskjálftaálag sem hefur verið undanfarið. Verði stórir skjálftar yfir sex geti skálftar eftir það haft áhrif á álagsþol húsa. Tæplega 50 tjónatilkynningar hafa orðið frá 24. febrúar. 15. mars 2021 12:12
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. 15. mars 2021 13:40