Spánverjar ráðast í tilraunaverkefni um fjögurra daga vinnuviku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2021 14:55 Iñigo Errejón þingmaður vinstri flokksins Maís País segir tilraunina löngu tímabæra. Alvaro Hurtado/NurPhoto/Getty Images Spánn gæti orðið fyrsta landið í heiminum til að prufukeyra tilraunverkefni um fjögurra daga vinnuviku. Spænska ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu vinstri flokksins Más País um að hrinda hinu þriggja ára tilraunaverkefni úr vör. Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni. Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira
Fyrirtæki sem hafa áhuga á hugmyndinni um styttri vinnuviku geta tekið þátt í verkefninu. Frá þessum fréttum greinir The Guardian. Stjórnmálaflokkurinn Más País lagði fram tillöguna fyrr á þessu ári en viðræður hafa staðið yfir um hana í nokkrar vikur. Íñigo Errejón, þingmaður Más País og formaður flokksins, sagði að með verkefninu um þrjátíu og tveggja stunda vinnuviku væri verið að hefja, með þýðingarmiklum hætti, eina mikilvægustu umræðu samtímans. Hugmyndin sé löngu tímabær. Þau rök sem færð hafa verið með hugmyndinni um styttri vinnuviku eru aukin framleiðni, betri geðheilsa starfsfólks og minna kolefnisfótspor. Hugmynd Más País lýtur að því að fjármagn frá hinu opinbera verði sett í verkefnið til að tryggja minni áhættu fyrir fyrirtækin sem taka þátt í tilrauninni sem mun standa yfir í þrjú ár. Þannig verði fyrirtækjum greitt að fullu það tap sem hugsanlega gæti hlotist af tilrauninni fyrsta heila árið, til helminga seinna árið og því sem nemur þrjátíu og þremur prósentum tapsins þriðja og síðasta árið. Flokknum reiknast til að um tvö hundruð fyrirtæki með á bilinu þrjú til sex þúsund manns í vinnu geti tekið þátt. Ófrávíkjanleg krafa til fyrirtækja verður að vinnuvikan verði stytt í umrædda fjóra daga, að laun starfsfólks muni ekki skerðast við breytinguna og að fólki verði ekki sagt upp. Tillagan hefur einnig hlotið gagnrýni en Ricardo Mur, sem er í fyrirsvari fyrir fjölmennustu samtök atvinnulífsins á Spáni lýsir hugmyndinni sem „brjálæði“. Leiðin úr úr kórónukreppunni sé meiri vinna, ekki minni.
Stytting vinnuvikunnar Spánn Vinnumarkaður Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Sjá meira