Stóru spurningarnar sem Arnar, Lars og Eiður Smári munu svara í vikunni Óskar Ófeigur Jónsson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 16. mars 2021 10:01 Íslensku landsliðsstrákarnir fagna hér sigri á Englandi í sextán liða úrslitum á EM í Frakklandi sumarið 2016. Íslenska landsliðið hefur lítið breyst síðan þá. EPA/Tibor Illyes Fyrsti landsliðshópur Arnars Þórs Viðarssonar mun svala forvitni margra sem hafa verið að pæla í því hvaða stefnu hann ætlar að taka nú þegar gullaldarlið Íslands er að hefja endasprett sinn í landsliðsbúningnum. Vísir skoðaði nokkrar spurningar sem brenna á fótboltaáhugafólki við þessi tímamót. Arnar Þór Viðarsson mun á morgun tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp þegar hann velur leikmennina sem taka þátt í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2022. Aldrei áður hefur íslensku landsliðsþjálfari þurft að byrja landsliðsþjálfaraferil sinn við svona aðstæður. Undankeppnin hefst á þremur útileikjum í miðjum heimsfaraldri og með nýju þjálfarateymi. Það eru því margar spurningar sem Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck þurfa að svara við val sitt á hópnum fyrir leikina á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Vísir hefur tekið saman nokkrar af þessum stóru spurningum sem íslenskt fótboltaáhugafólk fær svar við á miðvikudaginn. Arnar Þór var ráðinn landsliðsþjálfari tveimur dögum fyrir jól en þetta verður hans fyrsta formlega verkefni sem A-landsliðsþjálfari. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa spilað lengi saman í miðri vörn íslenska liðsins með frábærum árangri. Þeir eru hins vegar tveir af elstu leikmönnum liðsins sem lauk keppni í síðustu undankeppni.Getty/Veli Gurgah Hvaða „gömlu karlar“ verða áfram í landsliðinu? Margir litu á sem svo að það gætu orðið viss kynslóðaskipti eftir síðustu undankeppni þar sem að íslensku strákunum mistókst að komast á þriðja stórmótið í röð. Arnar Þór og Eiður Smári hafa aftur á móti talað um að þeir ætli að velja bestu leikmennina í landsliðið og þar skipti aldur engu máli. Elstu leikmenn gullaldarliðsins voru þeir Kári Árnason (38 ára), Birkir Már Sævarsson (36 ára), Emil Hallfreðsson (36 ára), Ragnar Sigurðsson (34 ára) og Ari Freyr Skúlason (33 ára) en aðrir eru yngri þótt þeir séu vissulega komnir vel inn á seinni hluta landsliðsferils síns. Kári og Birkir Már leika hér á landi og eru á undirbúningstímabili og Emil spilar í ítölsku C-deildinni. Ragnar er nýkominn til Úkraínu og Ari Freyr leikur sem fyrr í Belgíu. Það er því spurning hvort einhverjir af fyrrnefndum mönnum séu að komast á endastöð með landsliðinu en þeir sem eru 32 ára og yngri ættu að eiga nóg eftir ennþá. Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik á móti Englandi á Wembley. Var það hans síðasti landsleikur?Getty/Michael Regan Hvað verður gert með markmannsstöðuna? Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska liðsins síðan að Lars Lagerbäck kom inn árið 2012 og hefur hann skilað því hlutverki frábærlega. Það var samt margt sem gaf til kynna eftir síðasta leikinn í Þjóðadeildinni á móti Englendingum á Wembley að þar væri komið á leiðarenda á hans landsliðsferli. Hannes kom inn á í hálfleik til að jafna landsleikjamet Birkis Kristinssonar og átti erfitt með sig í viðtölum eftir leikinn. Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson hafa verið í kringum liðið lengi og þá sérstaklega Ögmundur sem er orðinn 31 árs gamall. Rúnar Alex er nú hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og sumir hafa kallað eftir því að nú sé tímapunkturinn fyrir hann að fá fullt traust. COVID-áhrifin - komast menn í leikina? Heimurinn er enn að berjast við kórónuveirufaraldurinn og það hefur verið mikil óvissa uppi með hvaða leikmenn eru í boði fyrir landsliðsþjálfarana í þessu verkefni. Það er ekki nóg með að stórmót hjá 21 árs landsliðinu togi í nýja þjálfarateymið heldur er ekki öruggt að allir bestu leikmenn Íslands geti tekið þátt ef félagslið þeirra setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá gætu sóttvarnareglur í Þýskalandi hreinlega komið í veg fyrir að leikmenn úr enskum félagsliðum komi til landsins í fyrsta leik Íslands. Nýliðar - kemur nýtt blóð með nýjum þjálfurum? Kjarni íslenska landsliðsins hefur ekki tekið miklum breytingum í sigurgöngunni og það hefur ekki verið auðvelt fyrir leikmenn á jaðrinum að fá alvöru tækifæri. Með nýjum þjálfurum koma oft ný tækifæri fyrir leikmenn sem hafa verið út í kuldanum. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir slíkir menn fái nú tækifæri eða stærra hlutverki í liðinu. Gylfi Þór Sigurðsson getur spilað á mörgum stöðum á vellinum en hvergi er staðsetning hans eins mikilvæg og hjá íslenska landsliðinu.Getty/Federico Gambarini Hvar á Gylfi að spila? Gylfi Þór Sigurðsson er áfram besti knattspyrnumaður þjóðarinnar og mikilvægi hans hjá landsliðinu er ekkert að minnka. En hvar er best að nota hann á vellinum? Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hefur notað hann á mörgum stöðum en hefur verið að færa hann framar að undanförnu með góðum árangri. Lars Lagerbäck vildi helst vera með Gylfa inn á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni en eftir að Heimir Hallgrímsson varð einráður þá spilaði Gylfi oft milli miðju og sóknar sem annar af framherjunum. Er Kolbeinn búinn með landsliðslífin sín? Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti landsliðsmaður sögunnar og vantar bara eitt mark til að eiga metið einn. Hann deilir því nú með Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður Smári hefur eitthvað um það að segja, sem aðstoðarmaður Arnars Þórs, hvort að Kolbeinn eigi eftir einhver frekari tækifæri með landsliðinu. Kolbeinn var magnaður í tíð Lars Lagerbäck og síðan að hann kom aftur inn eftir langvinn meiðsli hafa menn verið að bíða eftir að uppskera fyrir að gefa honum frekari tækifæri. Sú bið hefur verið löng og ströng og við bíðum enn. Það verður því athyglisvert að sjá hvort að Kolbeinn eigi enn inni einhver landsliðslíf og fái tækifæri til að taka metið af Eiði. Það má ekki gleyma því heldur að Gylfi er farinn að narta í hælana á þeim á markalistanum. Vinirnir Eiður Smári og Arnar Þór ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta verkefni sínu með A-landsliðinu.vísir/vilhelm Eins og áður sagði tilkynnir Arnar Þór sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Vísir fylgjast vel með og flytur fréttir af blaðamannafundinum þar sem hópurinn verður kynntur. Á fimmtudaginn tilkynnir Davíð Snorri Jónasson svo lokahóp U-21 árs landsliðsins fyrir EM. HM 2022 í Katar EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson mun á morgun tilkynna sinn fyrsta landsliðshóp þegar hann velur leikmennina sem taka þátt í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni HM 2022. Aldrei áður hefur íslensku landsliðsþjálfari þurft að byrja landsliðsþjálfaraferil sinn við svona aðstæður. Undankeppnin hefst á þremur útileikjum í miðjum heimsfaraldri og með nýju þjálfarateymi. Það eru því margar spurningar sem Arnar Þór og aðstoðarmenn hans Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck þurfa að svara við val sitt á hópnum fyrir leikina á móti Þýskalandi, Armeníu og Liechtenstein. Vísir hefur tekið saman nokkrar af þessum stóru spurningum sem íslenskt fótboltaáhugafólk fær svar við á miðvikudaginn. Arnar Þór var ráðinn landsliðsþjálfari tveimur dögum fyrir jól en þetta verður hans fyrsta formlega verkefni sem A-landsliðsþjálfari. Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa spilað lengi saman í miðri vörn íslenska liðsins með frábærum árangri. Þeir eru hins vegar tveir af elstu leikmönnum liðsins sem lauk keppni í síðustu undankeppni.Getty/Veli Gurgah Hvaða „gömlu karlar“ verða áfram í landsliðinu? Margir litu á sem svo að það gætu orðið viss kynslóðaskipti eftir síðustu undankeppni þar sem að íslensku strákunum mistókst að komast á þriðja stórmótið í röð. Arnar Þór og Eiður Smári hafa aftur á móti talað um að þeir ætli að velja bestu leikmennina í landsliðið og þar skipti aldur engu máli. Elstu leikmenn gullaldarliðsins voru þeir Kári Árnason (38 ára), Birkir Már Sævarsson (36 ára), Emil Hallfreðsson (36 ára), Ragnar Sigurðsson (34 ára) og Ari Freyr Skúlason (33 ára) en aðrir eru yngri þótt þeir séu vissulega komnir vel inn á seinni hluta landsliðsferils síns. Kári og Birkir Már leika hér á landi og eru á undirbúningstímabili og Emil spilar í ítölsku C-deildinni. Ragnar er nýkominn til Úkraínu og Ari Freyr leikur sem fyrr í Belgíu. Það er því spurning hvort einhverjir af fyrrnefndum mönnum séu að komast á endastöð með landsliðinu en þeir sem eru 32 ára og yngri ættu að eiga nóg eftir ennþá. Hannes Þór Halldórsson lék sinn 74. landsleik á móti Englandi á Wembley. Var það hans síðasti landsleikur?Getty/Michael Regan Hvað verður gert með markmannsstöðuna? Hannes Þór Halldórsson hefur verið aðalmarkvörður íslenska liðsins síðan að Lars Lagerbäck kom inn árið 2012 og hefur hann skilað því hlutverki frábærlega. Það var samt margt sem gaf til kynna eftir síðasta leikinn í Þjóðadeildinni á móti Englendingum á Wembley að þar væri komið á leiðarenda á hans landsliðsferli. Hannes kom inn á í hálfleik til að jafna landsleikjamet Birkis Kristinssonar og átti erfitt með sig í viðtölum eftir leikinn. Ögmundur Kristinsson og Rúnar Alex Rúnarsson hafa verið í kringum liðið lengi og þá sérstaklega Ögmundur sem er orðinn 31 árs gamall. Rúnar Alex er nú hjá enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal og sumir hafa kallað eftir því að nú sé tímapunkturinn fyrir hann að fá fullt traust. COVID-áhrifin - komast menn í leikina? Heimurinn er enn að berjast við kórónuveirufaraldurinn og það hefur verið mikil óvissa uppi með hvaða leikmenn eru í boði fyrir landsliðsþjálfarana í þessu verkefni. Það er ekki nóg með að stórmót hjá 21 árs landsliðinu togi í nýja þjálfarateymið heldur er ekki öruggt að allir bestu leikmenn Íslands geti tekið þátt ef félagslið þeirra setja þeim stólinn fyrir dyrnar. Þá gætu sóttvarnareglur í Þýskalandi hreinlega komið í veg fyrir að leikmenn úr enskum félagsliðum komi til landsins í fyrsta leik Íslands. Nýliðar - kemur nýtt blóð með nýjum þjálfurum? Kjarni íslenska landsliðsins hefur ekki tekið miklum breytingum í sigurgöngunni og það hefur ekki verið auðvelt fyrir leikmenn á jaðrinum að fá alvöru tækifæri. Með nýjum þjálfurum koma oft ný tækifæri fyrir leikmenn sem hafa verið út í kuldanum. Það verður fróðlegt að sjá hvort einhverjir slíkir menn fái nú tækifæri eða stærra hlutverki í liðinu. Gylfi Þór Sigurðsson getur spilað á mörgum stöðum á vellinum en hvergi er staðsetning hans eins mikilvæg og hjá íslenska landsliðinu.Getty/Federico Gambarini Hvar á Gylfi að spila? Gylfi Þór Sigurðsson er áfram besti knattspyrnumaður þjóðarinnar og mikilvægi hans hjá landsliðinu er ekkert að minnka. En hvar er best að nota hann á vellinum? Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, hefur notað hann á mörgum stöðum en hefur verið að færa hann framar að undanförnu með góðum árangri. Lars Lagerbäck vildi helst vera með Gylfa inn á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni en eftir að Heimir Hallgrímsson varð einráður þá spilaði Gylfi oft milli miðju og sóknar sem annar af framherjunum. Er Kolbeinn búinn með landsliðslífin sín? Kolbeinn Sigþórsson er markahæsti landsliðsmaður sögunnar og vantar bara eitt mark til að eiga metið einn. Hann deilir því nú með Eiði Smára Guðjohnsen. Eiður Smári hefur eitthvað um það að segja, sem aðstoðarmaður Arnars Þórs, hvort að Kolbeinn eigi eftir einhver frekari tækifæri með landsliðinu. Kolbeinn var magnaður í tíð Lars Lagerbäck og síðan að hann kom aftur inn eftir langvinn meiðsli hafa menn verið að bíða eftir að uppskera fyrir að gefa honum frekari tækifæri. Sú bið hefur verið löng og ströng og við bíðum enn. Það verður því athyglisvert að sjá hvort að Kolbeinn eigi enn inni einhver landsliðslíf og fái tækifæri til að taka metið af Eiði. Það má ekki gleyma því heldur að Gylfi er farinn að narta í hælana á þeim á markalistanum. Vinirnir Eiður Smári og Arnar Þór ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í fyrsta verkefni sínu með A-landsliðinu.vísir/vilhelm Eins og áður sagði tilkynnir Arnar Þór sinn fyrsta landsliðshóp á morgun. Vísir fylgjast vel með og flytur fréttir af blaðamannafundinum þar sem hópurinn verður kynntur. Á fimmtudaginn tilkynnir Davíð Snorri Jónasson svo lokahóp U-21 árs landsliðsins fyrir EM.
HM 2022 í Katar EM U21 í fótbolta 2021 Tengdar fréttir UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
UEFA birti EM-hóp Íslands á undan KSÍ: Ísak, Mikael og Jón Dagur með Ísak Bergmann Jóhannesson, Mikael Anderson og Jón Dagur Þorsteinsson eru allir í EM-hópi U21-landsliðsins í fótbolta sem fer til Ungverjalands í næstu viku. UEFA hefur nú birt hópinn, tveimur dögum fyrir blaðamannafund nýja landsliðsþjálfarans. 16. mars 2021 08:49