Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Jón og Hulda hafa farið í gegnum ótrúlega hluti til að fá að ættleiða barn. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári. Leitin að upprunanum Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári.
Leitin að upprunanum Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira