Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Stefán Árni Pálsson skrifar 15. mars 2021 15:30 Jón og Hulda hafa farið í gegnum ótrúlega hluti til að fá að ættleiða barn. Í Leitinni að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi var saga Þórunnar Kristínar Sigurðardóttur rifjuð upp en hún fór út til Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári. Leitin að upprunanum Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Kólumbíu í þriðju þáttaröðinni. Þar fann hún líffræðilega móður sína, fjórar systur og afar skemmtilega móðursystur. Þórunn sagði í þættinum í gær að sambandið hennar við fjölskyldu sína í Kólumbíu sé gott og hún tali reglulega við ættingja sína í gegnum myndbandssímtöl. Hún hefur reyndar ekki náð góðum tökum á spænskunni og því eru samtölin ekki beint mikil, en það sé gott að sjá fjölskyldu sína. Höskuldarviðvörun: Ef þú hefur ekki séð þáttinn sem var á dagskrá á gærkvöldi ættir þú ekki að lesa lengra. . . . . . . . . Það er búið að vara þig við. . . . . . . . Í þættinum í gærkvöldi kynntist Sigrún Ósk einnig hjónunum Huldu Guðnadóttur og Jóni Hafliða Sigurjónssyni frá Reyðarfirði. Þau hafa verið lengi saman og eftir nokkurra ára samband fóru þau að reyna eignast barn saman. Það gekk ekki eftir og þá fóru þau að skoða leiðir eins og tæknifrjóvgun, gjafaegg og ættleiðingar. Þetta ferli átti sannarlega eftir að taka á. Þau lentu á vegg í kerfinu og voru ástæður eins og ekki nægilega miklir fjármunir inni á bankabók hlutir sem þau þurftu að komast í gegnum. Til að flýta fyrir ferlinu voru þau tilbúin að ættleiða barn með sérþarfir. En eftir nokkurra ára ferli þar sem ekkert gekk upp ákváðu þau að reyna tæknifrjóvgun með gjafaeggi og það gekk upp í fyrstu tilraun. Þá kom dóttir þeirra í heiminn og mikil hamingja á heimilinu. Enn einn daginn fengu þau síðan símtal að það biði þeim þriggja ára drengur úti í Kólumbíu. Þau fóru því fljótlega út til að sækja hann. Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gærkvöldi þegar þau hittu fyrst Baldur Hrafn. En þarna var dóttir þeirra 18 mánaða og því allt í einu var eldri drengur kominn inn á heimilið. Þau lögðu gríðarlega mikla áherslu á það að fá eins mikið af upplýsingum og mögulegt væri svo að Baldur gæti leitað upprunans í framtíðinni. Eftir ótal margar spurningar til starfsmanna ættleiðinga í Kólumbíu og svör við þeim fengu þau loks að hitta drenginn. Klippa: Fengu loksins svör við öllum helstu spurningum Hulda og Baldur létu ekki þar við sitja og fengu annað gjafaegg frá Tékklandi og eiga í dag þrjú börn sem þau eignuðust á þremur og hálfu ári.
Leitin að upprunanum Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira