Ralph Lauren sneri baki við honum og einn af hans nánustu féll frá Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 11:00 Justin Thomas með verðlaunagripinn eftir að hafa unnið The Players í gær. Hann hefur unnið eitt risamót á ferlinum, PGA meistaramótið árið 2017. The Players er stundum kallað fimmta risamótið en telst ekki til hinna hefðbundnu fjögurra risamóta hvers tímabils. AP/Gerald Herbert Justin Thomas hafði ekki átt sjö dagana sæla, og það var að hluta til honum sjálfum að kenna, þegar þessi 27 ára Bandaríkjamaður vann The Players meistaramótið í golfi í gær. Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira
Thomas varð í janúar uppvís að því að nota hómófóbískt blótsyrði þegar hann klúðraði pútti á móti á PGA-mótaröðinni. Það heyrðist greinilega í sjónvarpsútsendingu og Thomas baðst afsökunar í viðtali eftir mótið. Einn af hans helstu bakhjörlum, Ralph Lauren, sleit samningi sínum við Thomas í kjölfarið. Í febrúar missti Thomas svo afa sinn og fyrirmynd úr golfinu, Paul Thomas. Justin er líka náinn félagi Tiger Woods sem í sama mánuði lenti í mjög alvarlegu umferðarslysi en er á batavegi. „Þetta hafa verið ömurlegir mánuðir,“ sagði Thomas sem lék um helgina eftir að hafa naumlega komist í gegnum niðurskurðinn á The Players. Hann lék á 64 höggum á laugardag og svo á 68 höggum í gær þegar hann skaust fram úr Lee Westwood. „Ég hef átt við hluti í mínu lífi sem ég hélt að myndu aldrei gerast. Það var skelfilegt að missa afa. Það var skelfilegt að spila golfhring eftir það [Thomas kláraði keppni á Phoenix Open eftir að afi hans lést] og gekk ekki vel. Þetta tók mjög mikið á mig andlega,“ sagði Thomas við ESPN. Byrjaði illa en fór svo á flug Hann hafði tekið tæplega mánaðar hlé eftir blótsyrðið og var að keppa á sínu fyrsta móti eftir það þegar afi hans lést. „Ef að ég vildi koma á þessi mót og eiga möguleika á að vinna þá þurfti ég að herða upp hugann og jafna mig. Ef ég vildi sökkva mér í sjálfsvorkunn þá var engin ástæða til að mæta. Ég get verið heima þangað til að mér finnst ég tilbúinn. Mér fannst ég vera á nægilega góðum stað andlega til að geta spilað. Ég spilaði bara ekki nógu vel, og þegar það gekk illa þá vatt það upp á sig,“ sagði Thomas. Hann byrjaði einmitt illa á The Players og var fyrir neðan niðurskurðarlínuna eftir 27 holur en fékk fjóra fugla á seinni níu holunum á föstudaginn. Þannig komst hann áfram og átti svo magnaðan hring á laugardag sem lagði grunninn að sigrinum. Mike Thomas, faðir Justins og sonur Pauls, var að vonum stoltur af stráknum: „Það eru margir sem að glíma við mun stærri vandamál en við en þetta var í raun í fyrsta sinn sem einhver af hans nánasta fólki deyr og svo var fleira sem að hafði áhrif á hann. Þetta var mikil andleg glíma fyrir hann,“ sagði Mike Thomas við ESPN. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vélmennið leiðir Opna breska Reyndi allt til að koma kúlunni niður Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Munkur slær í gegn á Opna breska Fimm jafnir á toppnum eftir fyrsta hring „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ Dani og Kínverji leiða á Opna breska Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Sjá meira