Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir þekkjast vel og hann hefur mikla trú á því að hún komi sterkari til baka eftir að hafa slitið krossband rétt áður en 2021 CrossFit tímabilið hófst. Samsett/Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón. CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón.
CrossFit Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Sjá meira