Curry og félagar náðu að kæla niður toppliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2021 07:31 Stephen Curry í kröppum dansi á milli þeirra Derrick Favors og Royce O'Neale í San Francisco í nótt. AP/Jeff Chiu Besta lið NBA-deildarinnar í vetur, Utah Jazz, varð að sætta sig við tap gegn Stephen Curry og félögum í Golden State Warriors í gær, 131-119. Golden State hafði tapað fjórum leikjum í röð en tókst að komast á beinu brautina í gær. Utah hefur þar með tapað tíu leikjum á leiktíðinni en unnið 28 og er enn með besta sigurhlutfallið. Golden State er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 19 töp. Draymond Green náði þrefaldri tvennu en hann skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar auk þess að stela boltanum fjórum sinnum. Curry var hins vegar stigahæstur með 32 stig, þar af sex þriggja stiga körfur, og níu stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði 28 stig. „Núna snýst þetta um hvernig við bætum ofan á þetta. Þetta gæti orðið vendipunktur hjá okkur,“ sagði Green eftir sigurinn. Næsta verkefni Golden State er hins vegar strax í kvöld, gegn sjálfum meisturunum í Los Angeles Lakers. Það dugði Utah ekki að Rudy Gobert skildi rífa niður heil 28 fráköst í leiknum, og skora 24 stig. Golden State var 33-22 yfir eftir fyrsta leikhluta og þrettán stigum yfir eftir sveiflur í öðrum leikhluta, 67-54. Utah minnkaði muninn í eitt stig snemma í fjórða leikhluta en heimamenn áttu meira inni í lokin. Úrslitin í gær: Oklahoma 128-122 Memphis Golden State 131-119 Utah Philadelphia 134-99 San Antonio Orlando 97-102 Miami Atlanta 100-82 Cleveland Houston 107-134 Boston Minnesota 114-112 Portland Chicago 118-95 Toronto New Orleans 135-115 LA Clippers NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Golden State hafði tapað fjórum leikjum í röð en tókst að komast á beinu brautina í gær. Utah hefur þar með tapað tíu leikjum á leiktíðinni en unnið 28 og er enn með besta sigurhlutfallið. Golden State er í 9. sæti vesturdeildar með 20 sigra og 19 töp. Draymond Green náði þrefaldri tvennu en hann skoraði 11 stig, tók 12 fráköst og gaf 12 stoðsendingar auk þess að stela boltanum fjórum sinnum. Curry var hins vegar stigahæstur með 32 stig, þar af sex þriggja stiga körfur, og níu stoðsendingar. Andrew Wiggins skoraði 28 stig. „Núna snýst þetta um hvernig við bætum ofan á þetta. Þetta gæti orðið vendipunktur hjá okkur,“ sagði Green eftir sigurinn. Næsta verkefni Golden State er hins vegar strax í kvöld, gegn sjálfum meisturunum í Los Angeles Lakers. Það dugði Utah ekki að Rudy Gobert skildi rífa niður heil 28 fráköst í leiknum, og skora 24 stig. Golden State var 33-22 yfir eftir fyrsta leikhluta og þrettán stigum yfir eftir sveiflur í öðrum leikhluta, 67-54. Utah minnkaði muninn í eitt stig snemma í fjórða leikhluta en heimamenn áttu meira inni í lokin. Úrslitin í gær: Oklahoma 128-122 Memphis Golden State 131-119 Utah Philadelphia 134-99 San Antonio Orlando 97-102 Miami Atlanta 100-82 Cleveland Houston 107-134 Boston Minnesota 114-112 Portland Chicago 118-95 Toronto New Orleans 135-115 LA Clippers
Oklahoma 128-122 Memphis Golden State 131-119 Utah Philadelphia 134-99 San Antonio Orlando 97-102 Miami Atlanta 100-82 Cleveland Houston 107-134 Boston Minnesota 114-112 Portland Chicago 118-95 Toronto New Orleans 135-115 LA Clippers
NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum