Í þættinum Um land allt á Stöð 2 er fjallað um þau sóknarfæri sem blasa við Vestfirðingum. Rætt er við fulltrúa ólíkra geira á Vestfjörðum um breytt landslag. Sveitarstjórnarmenn, talsmenn íbúasamtaka, fólk úr atvinnulífi og frá samfélagsstofnunum velta upp nýjum tækifærum sem skapast.
Sérstaklega er horft til eflingar ferðaþjónustu nú þegar Hrafnseyrarheiði er ekki lengur sú hindrun sem hamlaði heilsárssamgöngum innan Vestfjarða. Saman með Vestlendingum kynna Vestfirðingar nýjan hringveg, Vestfjarðaleiðina, og vonast til að ná að rífa fjórðunginn upp úr þeirri stöðu að vera minnst heimsótti hluti landsins í að verða eftirsóttur áfangastaður allt árið um kring.
Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:05. Hér má sjá brot úr þættinum: