Fyrir fram var reiknað með öruggum sigri Keflavíkur enda liðið að berjast á toppi deildarinnar á meðan Snæfell er á hinum endanum og hafði aðeins unnið tvo leiki af tólf til þessa.
Það var ekki að sjá í fyrsta fjórðung leiksins þar sem gestirnir frá Stykkishólmi áttu að öllum líkindum sinn besta leikhluta á tímabilinu. Liðið skoraði 38 stig gegn 21 hjá Keflavík og var með 17 stiga forystu.
Leikar jöfnuðust aðeins í öðrum fjórðung en þá skoruðu gestirnir aðeins 14 stig. Staðan 52-47 gestunum í vil er flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur var mun jafnari en eftir jafnan þriðja leikhluta þó náðu Keflvíkingar að kreista út sigur þökk sé góðu áhlaupi í upphafi fjórða leikhluta. Lokatölur 85-80 í hörkuleik.
Daniela Wallen Morillo var frábær í liði Keflavíkur en hún var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Morilla skoraði 28 stig, tók 22 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þar á eftir kom Anna Ingunn Svansdóttir með 27 stig og níu fráköst.
Hjá Snæfelli skoraði Anna Soffía Lárusdóttir 23 stig ásamt því að taka 12 fráköst.
Keflavík er nú með 22 stig á toppi deildarinnar, líkt og Valur. Snæfell er hins vegar í 7. sæti með aðeins fjögur stig.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.