Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:38 Konur sem héldu ræður við minningarathöfnina voru dregnar burt af lögreglu. EPA-EFE/JOSHUA BRATT Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hundruð söfnuðust saman í almenningsgarðinum Clapham Common til þess að minnast hinnar 33 ára gömlu Everard, sem var rænt og myrt af lögreglumanni í síðustu viku. Öllum skipulögðum minningarathöfnum hafði verið aflýst vegna sóttvarnareglna en þrátt fyrir það safnaðist stór hópur saman í garðinum. Í myndbandinu hér að neðan má sjá lögreglu og gesti takast á. Morðið á Everard hefur vakið upp umræðu um öryggi kvenna í Bretlandi.„All cops are bastards.“ Ræðumenn voru fluttir af staðnum af lögreglumönnum á meðan gestir kölluðu „skammist ykkar“ að þeim. Lögreglan í Lambeth tísti í kvöld að minningarathöfnin væri „ekki örugg.“ Kvenkyns þingmenn í breska þinginu hafa gagnrýnt lögregluna og sagt viðbrögðin of hörð. Aðgerðahópurinn Reclaim These Streets (Endurheimtum þessi stræti), sem skipulagði minningarathöfnina en aflýsti henni svo, hafði beðið fólk um að safnast ekki saman í garðinum vegna þess að það myndi ógna „lagalegu öryggi þess.“ Þess í stað hvatti hópurinn fólk til þess að kveikja á kertum eða öðrum ljósum á dyraþrepum sínum klukkan 21:30 til þess að minnast þess að Everard sást síðast á eftirlitsmyndavélum klukkan 21:30 þann 3. mars síðastliðinn. The gathering at #ClaphamCommon is unsafe. Hundreds of people are tightly packed together in breach of the regulations and risking public health.We are urging people to go home and we thank those who have been engaging with officers and who are leaving.#ReclaimTheseStreets— Lambeth Police | Central South BCU (@LambethMPS) March 13, 2021 „Hundruð eru saman komin á litlu svæði þvert á sóttvarnareglur og leggja þau almannaheilsu í hættu,“ tísti lögreglan. „Við hvetjum fólk til þess að fara heim og við þökkum þeim sem hafa verið samvinnufúsir og eru á leið heim.“ Hundruð voru saman komin við minningarathöfnina.EPA-EFE/JOSHUA BRATT Einhverjir viðstaddra voru handteknir. Á myndinni sést að einhver hefur málað ACAB á lögreglubílinn, sem stendur fyrir „All cops are bastards.“EPA-EFE/JOSHUA BRATT
Bretland England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21 Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41 Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58
Wayne Couzens ákærður fyrir morðið á Everard Lögreglumaðurinn Wayne Couzens hefur verið ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn. 12. mars 2021 22:21
Hafa fundið líkamsleifar Everard Bresk lögregluyfirvöld hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í gær eru Sarah Everard, sem sást síðast á göngu 3. mars sl. Lögreglumaður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa rænt og myrt Everard. 12. mars 2021 14:41
Lögreglumaður í London handtekinn vegna hvarfs Söruh Everard Lögreglumaður í London hefur verið handtekinn í Kent í tengslum við rannsókn á hvarfi hinnar 33 ára Söruh Everard. Ekkert hefur spurst til Everard í heila viku en síðast sást til hennar þegar hún yfirgaf heimili vinar síns í Clapham í suðurhluta bresku höfuðborgarinnar að kvöldi miðvikudagsins 3. mars. 10. mars 2021 08:41