Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson og Hannes S. Jónsson eru á því að það þurfi að lagfæra skiptingu yngri flokka í körfuboltanum hér á landi. Vísir/Vilhelm Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32