Frímúrararegla karla og kvenna Magnús M. Norðdahl, Kristín Jónsdóttir og Njörður P. Njarðvík skrifa 13. mars 2021 16:47 Þann 12. mars 2021 fagnar Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, 100 ára starfsafmæli sínu hér á landi þar sem við störfum í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Að upphafi starfanna hér á landi komu þau Jón Árnason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær yfirhjúkrunarkona, frú Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, frú Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri. Alþjóðareglan sjálf starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum. Reglan hefur starfað óslitið hér á landi síðan 1921 og er sérstök um margt. Ef til vill fyrst og frest fyrir það að í henni starfa saman karlar og konur, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum, en hin venjulega mynd sem flest þekkja af starfi frímúrara er félagsstarf kristinna karla og að sönnu hefur farið minna fyrir okkur. En þó lítið fari fyrir okkur erum við ekki leynifélag. Við útlistum á hinn bóginn ekki allt sem við gerum og sækjumst ekki eftir athygli. Fyrir því eru góðar ástæður. Markmið okkar er bæta okkur sjálf og við vonum að þannig getum við bætt samfélagið sem við búum í, reynt að gera það réttlátara og öðlast þar með von um bjartari framtíð. Þetta gerum við á forsendum hvers og eins. Reglan er þannig hvorki kennslustofnun eða söfnuður. Langt í frá. Musteri frímúrara.Aðsend Innan reglunnar störfum við saman á reglulegum fundum sem jafningjar, viðurkennum hvert annað eins og við erum og hjálpumst að í sameiginlegri leit að skilningi og notum til þess aðferð eða verkfæri sem fylgt hafa mannkyni í árþúsundir. Starfsaðferðin er fólgin í táknrænum athöfnum. Settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar sem við notum er byggingarlist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. Í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þátttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein ef svo má segja til þessa musteris, heggur hann til og fágar með hugsun sinni og athöfnum. Þetta er ramminn utan um starfið en hvert og eitt okkar hefur fullkomið frelsi í nálgun sinni. Því frelsi myndum við svipta burtu ef eitthvert okkar hefði vald til þess að túlka og setja fram ákveðnar skoðanir sem hinar réttu niðurstöður. Leyndin hefur því þann tvíþætta tilgang að veita hugsun okkar frelsi og skapa skilyrði til þess að þannig megi starfa. Við leynum ekki neinu sem ekki þolir dagsljós, heldur reynum við með leyndinni að varðveita þá upplifun og þau áhrif sem hvert og eitt verður fyrir í starfinu. Við deilum einnig vangaveltum og upplifunum okkar í öruggu rými trúnaðar og virðingar og reynum að læra hvert af öðru. Þeirri framtíðarvon sem við viljum vekja verður best lýst í hinum þreföldu einkunnarorðum reglunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag í samfélagi manna sem tryggir öllum frelsi til hugsunar og athafna og byggir á því að allir séu jafnir óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Slíkt er samfélag bræðralags, kærleiks og virðingar sem við vonum að takist að skapa mannkyni til heilla. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi stjórnendur Íslandssambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 12. mars 2021 fagnar Alþjóðleg frímúrararegla karla og kvenna, LE DROIT HUMAIN, 100 ára starfsafmæli sínu hér á landi þar sem við störfum í Reykjavík og á Akureyri og Egilsstöðum. Að upphafi starfanna hér á landi komu þau Jón Árnason prentari, Engilbert Hafberg kaupmaður, Henriette Christine Kjær yfirhjúkrunarkona, frú Astrid Berthine Kaaber, Martha Kalman leikari, frú Ólafía Hansen og Jakob Kristinsson fræðslumálastjóri. Alþjóðareglan sjálf starfar um víða veröld. Hún tilheyrir frjálslyndum armi frímúrarastarfs í heiminum og var stofnuð af Georges Martin og Marie Deraisme í París 1893. Höfuðstöðvar reglunnar eru í París og telur reglan meira en 32.000 meðlimi í 60 löndum. Reglan hefur starfað óslitið hér á landi síðan 1921 og er sérstök um margt. Ef til vill fyrst og frest fyrir það að í henni starfa saman karlar og konur, óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum, en hin venjulega mynd sem flest þekkja af starfi frímúrara er félagsstarf kristinna karla og að sönnu hefur farið minna fyrir okkur. En þó lítið fari fyrir okkur erum við ekki leynifélag. Við útlistum á hinn bóginn ekki allt sem við gerum og sækjumst ekki eftir athygli. Fyrir því eru góðar ástæður. Markmið okkar er bæta okkur sjálf og við vonum að þannig getum við bætt samfélagið sem við búum í, reynt að gera það réttlátara og öðlast þar með von um bjartari framtíð. Þetta gerum við á forsendum hvers og eins. Reglan er þannig hvorki kennslustofnun eða söfnuður. Langt í frá. Musteri frímúrara.Aðsend Innan reglunnar störfum við saman á reglulegum fundum sem jafningjar, viðurkennum hvert annað eins og við erum og hjálpumst að í sameiginlegri leit að skilningi og notum til þess aðferð eða verkfæri sem fylgt hafa mannkyni í árþúsundir. Starfsaðferðin er fólgin í táknrænum athöfnum. Settar eru á svið ákveðnar aðstæður sem eiga að vekja skilning á ákveðnum þáttum í innra og ytra lífi manna. Grundvöllur táknfræðinnar sem við notum er byggingarlist miðalda, er menn reistu stórfenglegar dómkirkjur með fábrotnum áhöldum en miklu hyggjuviti. Í táknfræði frímúrara er mannkyni reist andlegt musteri þar sem þátttakendur í starfinu eru hvort tveggja í senn byggjendur og byggingarefni. Hver og einn leggur fram sinn stein ef svo má segja til þessa musteris, heggur hann til og fágar með hugsun sinni og athöfnum. Þetta er ramminn utan um starfið en hvert og eitt okkar hefur fullkomið frelsi í nálgun sinni. Því frelsi myndum við svipta burtu ef eitthvert okkar hefði vald til þess að túlka og setja fram ákveðnar skoðanir sem hinar réttu niðurstöður. Leyndin hefur því þann tvíþætta tilgang að veita hugsun okkar frelsi og skapa skilyrði til þess að þannig megi starfa. Við leynum ekki neinu sem ekki þolir dagsljós, heldur reynum við með leyndinni að varðveita þá upplifun og þau áhrif sem hvert og eitt verður fyrir í starfinu. Við deilum einnig vangaveltum og upplifunum okkar í öruggu rými trúnaðar og virðingar og reynum að læra hvert af öðru. Þeirri framtíðarvon sem við viljum vekja verður best lýst í hinum þreföldu einkunnarorðum reglunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag í samfélagi manna sem tryggir öllum frelsi til hugsunar og athafna og byggir á því að allir séu jafnir óháð kyni, þjóðerni, litarhætti og trúarskoðunum. Slíkt er samfélag bræðralags, kærleiks og virðingar sem við vonum að takist að skapa mannkyni til heilla. Höfundar eru núverandi og fyrrverandi stjórnendur Íslandssambandsins.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar