Jón Steinar segir sig frá verkefninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2021 14:22 Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefni sem dómsmálaráðherra fól honum að vinna fyrir ráðuneytið. Jón Steinar segir í yfirlýsingu að í ljósi gagnrýni á ráðninguna telji hann að þátttaka sín hefði spillt framgangi verkefnisins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá þessu í færslu á Facebook nú á þriðja tímanum. Þar kemur fram að Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður hafi tekið að sér verkefnið í stað Jóns Steinars. „Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefninu og hef ég fallist á þá beiðni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Umrætt verkefni felst í því að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstig. Áslaug segir í færslu sinni að tildrög verkefnisins hafi verið „síendurteknar fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum.“ Það sé hagur allra að rannsókn og meðferð mála fyrir dómstólum taki ekki of langan tíma. „Hörður Felix mun á meðan verkefninu stendur kalla sérfróða aðila að borðinu, fólk með reynslu og þekkingu sem verjendur í sakamálum til að leggja sín lóð á vogarskálarnar um þetta mikilvæga efni. Ég tel mikilvægt að hlusta á ólík sjónarmið í þessu efni, meðal annars frá þeim sem starfa ekki innan kerfisins. Afraksturinn verður tekinn til skoðunar og í framhaldinu kallað eftir sjónarmiðum fleiri aðila, t.d réttarfarsnefndar.“ Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, hefur tekið að sér að vinna að tillögum um mögulega styttingu á...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Föstudagur, 12. mars 2021 Telur að þátttaka sín myndi spilla framgangi verkefnisins Jón Steinar segir í yfirlýsingu til fréttastofu vegna málsins nú á þriðja tímanum að fjöldi fólks hafi gagnrýnt ráðningu hans á „á frekar ógeðfelldum forsendum sem í raun koma verkefninu ekkert við.“ „Allt að einu tel ég að það muni spilla fyrir framgangi verkefnisins og úrbótum sem ég kann að vilja leggja til ef ég held áfram þessu starfi. Ég hef því ákveðið að óska þess við ráðherrann að hann leysi mig frá verkefninu. Hefur ráðherrann fallist á það,“ segir Jón Steinar. Ráðning Jóns Steinars vakti hörð viðbrögð nú í vikunni. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Fréttin var uppfærð klukkan 14:51 með yfirlýsingu Jóns Steinars. Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ 11. mars 2021 20:55 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá þessu í færslu á Facebook nú á þriðja tímanum. Þar kemur fram að Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður hafi tekið að sér verkefnið í stað Jóns Steinars. „Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, óskaði í morgun eftir því að vera leystur frá verkefninu og hef ég fallist á þá beiðni,“ segir Áslaug Arna. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/vilhelm Umrætt verkefni felst í því að vinna að tillögum um mögulega styttingu á málsmeðferðartíma sakamála á rannsóknar- og dómstig. Áslaug segir í færslu sinni að tildrög verkefnisins hafi verið „síendurteknar fréttir af löngum málsmeðferðartíma efnahagsbrota, einkum í svonefndum hrunmálum.“ Það sé hagur allra að rannsókn og meðferð mála fyrir dómstólum taki ekki of langan tíma. „Hörður Felix mun á meðan verkefninu stendur kalla sérfróða aðila að borðinu, fólk með reynslu og þekkingu sem verjendur í sakamálum til að leggja sín lóð á vogarskálarnar um þetta mikilvæga efni. Ég tel mikilvægt að hlusta á ólík sjónarmið í þessu efni, meðal annars frá þeim sem starfa ekki innan kerfisins. Afraksturinn verður tekinn til skoðunar og í framhaldinu kallað eftir sjónarmiðum fleiri aðila, t.d réttarfarsnefndar.“ Hörður Felix Harðarson, hæstaréttarlögmaður, hefur tekið að sér að vinna að tillögum um mögulega styttingu á...Posted by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir on Föstudagur, 12. mars 2021 Telur að þátttaka sín myndi spilla framgangi verkefnisins Jón Steinar segir í yfirlýsingu til fréttastofu vegna málsins nú á þriðja tímanum að fjöldi fólks hafi gagnrýnt ráðningu hans á „á frekar ógeðfelldum forsendum sem í raun koma verkefninu ekkert við.“ „Allt að einu tel ég að það muni spilla fyrir framgangi verkefnisins og úrbótum sem ég kann að vilja leggja til ef ég held áfram þessu starfi. Ég hef því ákveðið að óska þess við ráðherrann að hann leysi mig frá verkefninu. Hefur ráðherrann fallist á það,“ segir Jón Steinar. Ráðning Jóns Steinars vakti hörð viðbrögð nú í vikunni. Nokkur félög á borð við Stígamót, Femínistafélag Háskóla Íslands, Uppreisn og fleiri stigu fram og sögðu útspilið kaldar kveðjur til kvenna. Þá voru þingkonur á meðal gagnrýnenda. Gagnrýnin sneri í grófum dráttum að því að ráðningin væri ekki til þess fallin að auka tiltrú þolenda á réttarkerfinu. Rifjuð voru upp ýmis ummæli Jóns Steinars sem ekki þóttu „þolendavæn“, til að mynda ummæli á borð við að þolendum kynferðisbrota myndi líða miklu betur ef þeim tækist að þróa með sér fyrirgefningu. Fréttin var uppfærð klukkan 14:51 með yfirlýsingu Jóns Steinars.
Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ 11. mars 2021 20:55 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39 „Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Sjá meira
Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ 11. mars 2021 20:55
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47
Vill hitta þingkonur á fundi til að ræða „árásir“ Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður, óskar eftir því að þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir fallist á að mæta honum á opnum fundi til að ræða það sem hann kallar „árásir“og tilefni þeirra. 11. mars 2021 07:39
„Ég er verndari réttarríkisins,“ segir Jón Steinar: Spyr hvort ráðherra sé að „beygja sig“ undir gagnrýni „Þetta er allt saman bull og vitleysa og byggt á einhverjum misskilningi,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. 10. mars 2021 17:49