NBA dagsins: Haukarnir unnu upp fimmtán stiga forskot á síðustu sex mínútunum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. mars 2021 15:01 Kevin Huerter og Trae Young fagna með Tony Snell eftir að hann skoraði sigurkörfu Atlanta Hawks gegn Toronto Raptors. ap/mike carlson Þrátt fyrir að vera fimmtán stigum undir þegar sex mínútur voru eftir vann Atlanta Hawks Toronto Raptors, 120-121, í NBA-deildinni í nótt. Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Þetta var þriðji sigur Atlanta í jafn mörgum leikjum eftir að þjálfarinn Lloyd Pierce var látinn taka pokann sinn og Nate McMillan tók við starfi hans. Fátt benti þó til að Atlanta myndi fara með sigur af hólmi í leiknum í nótt því þegar 4. leikhluti var hálfnaður leiddi Toronto með fimmtán stigum, 112-97. Þá tóku Haukarnir við sér en þriggja stiga skot frá Stanley Johnson þegar ein mínúta og þrettán sekúndur voru eftir virtist hafa tryggt Toronto sigurinn, 120-113. Atlanta skoraði hins vegar síðustu átta stig leiksins. Tony Snell tryggði liðinu sigurinn þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem leiktíminn rann út. Öll athygli varnar Toronto var á Trae Young sem kastaði boltanum út fyrir þriggja stiga línuna á Snell sem skoraði sigurkörfuna. Young skoraði 37 stig og gaf sex stoðsendingar í leiknum. Dario Gallinari kom með tuttugu stig af bekknum og Clint Capela tók nítján fráköst og varði fimm skot. Atlanta er í 8. sæti Austurdeildarinnar með sautján sigra og tuttugu töp eins og Toronto. Nick Powell skoraði 33 stig fyrir Toronto sem var án lykilmanna á borð við Pascals Siakam, Freds VanVleet og OG Anunoby. Toronto hefur tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Toronto og Atlanta, Brooklyn Nets og Boston Celtics og Portland Trail Blazers og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar Handbolti Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Enski boltinn City mætir Real Madrid í umspilinu Fótbolti Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Fótbolti Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Fótbolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 88-80 | Toppliðið endurheimti tveggja stiga forskotið Efast um ákvörðun sína að láta Bronny að spila 26 ár síðan Bandaríkjamaður lék fyrst á Íslandi eftir að hafa spilað í NBA Eignaðist barn á mánudegi og mætti á æfingu á föstudegi Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum